Yfirtaka sjálfstæðismanna á Álftanesi Kristján Sveinbjörnsson skrifar 24. október 2009 06:00 Nú hefur sjálfstæðisfélagið á Álftanesi komist til valda á ný. Því er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða hvernig sú niðurstaða fékkst. Svo virðist sem D-listinn hafi þurft nokkra mánuði til að kyngja þeirri staðreynd að flokkurinn hafi virkilega tapað kosningunum 2006. Á haustdögum fór hefndarþorstinn að leita sér útrásar. Mér er þó stórlega til efs að það heiðvirða sjálfstæðisfólk sem býr á Álftanesi sé beinlínis stolt af framgöngu sinna manna í baráttunni fyrir endurheimt fyrri valda. Meðulin koma þó fáum á óvart sem fylgst hafa með valdabrölti þeirra síðustu áratugi. Hatröm rægingarherferð hefur staðið linnulaust í prent- og ljósvakamiðlum frá árslokum 2006. Vogar, málgagn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sá t.d. tvisvar ástæðu til að leggja blað sitt undir æsifréttir af álftneskum bæjarmálum. Þá hefur Fréttablaðið sl. 3 ár birt á fjórða tug einhliða greina sem sami blaðamaður hefur iðulega kvittað upp á. Áhangendur D-listans hafa nýtt sér nýja tölvutækni, haldið hefur verið úti þremur bloggsíðum sem hafa það hlutverk að níða niður sveitarfélagið, stjórnsýsluna og fólkið sem þar starfar í umboði kjósenda. Áhangendur D-listans hafa staðið fyrir tug stjórnsýslukæra og málaferla á hendur stjórnsýslu Álftaness. Fyrrverandi bæjarstjóri var formlega sakaður um þjófnað, fals og fjölmörg önnur afbrot. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar var sakaður um valdníðslu og yfirgang. Endurskoðandi, arkitektar og lögmenn bæjarins voru opinberlega sakaðir um mútur og annan ósiðlegan gerning. Embættismönnum bæjarins var hótað. Ráðist var að þjónustuverktökum, þeir vændir um óeðlileg vinnubrögð, klíkuskap og spillingu. Alvarlegustu ásakanir hafa ýmist farið í úrskurð eða fyrir dómstóla. Niðurstaðan er jafnan sú sama, að ekkert sé hæft í þessum áburði. Nú síðast var fv. bæjarstjóra hótað brottrekstri með lögregluvaldi auk þess sem bæjarfulltrúar D-listans reyndu að stöðva verktaka í vinnu með aðstoð lögreglu. Þessi ótrúlega heiftúð hefur stórskaðað ímynd sveitarfélagsins. Álftnesingar allir hafa þurft að líða fyrir þeirra framferði. Nú hefur takmarkinu lokins verið náð, vígi Á-listans er fallið. Það var veikasti hlekkurinn sem gaf sig. Frami Margrétar Jónsdóttur bæjarfulltrúa varð skjótur og auðfenginn. Hún vermdi 2. sæti Á-listans í skjóli Framsóknarflokksins. Reynslulaus í sveitarstjórnarmálum sóttist hún eftir embætti formanns bæjarráðs ásamt ýmsum nefndarstörfum. Þau 3 ár sem Margrét hefur gegnt einu veigamesta embætti bæjarins minnist ég þess ekki að hún hafi samið eða beitt sér sérstaklega fyrir nokkurri tillögu nema hvað varðar kosningu fulltrúa í nefndir og stjórnir. Lengi hefur verið ljóst að stöðugur áróðurinn hlaut hjómgrunn hjá henni, hún tók að efast um fólkið sem hún var kosin til að starfa með. Ekki var um málefnaágreining að ræða, aðeins persónulega dóma um samstarfsfólkið. Málflutningur Margrétar varð æ mótsagnakenndari, í lokin stóð hún ekki við nýundirritað samkomulag um samstarf. Í kjölfarið komu þjóðstjórnardraumar, á meðan var sveitarfélaginu haldið í herkví svo vikum skipti. Að sögn vildi hún svo kanna hvað væri í boði hjá D-listanum og í lok september gekk hún til samstarfs við hann. Niðurstöðuna, um aukin völd og áhrif fyrir sig og sína fjölskyldu, má sjá á nefnda- og stjórnarlista sveitarfélagsins. Höfuðvandi stjórnsýslunnar hefur kristallast í sívaxandi áráttu D-listans til að rægja og níða mótherjana niður og berjast hatramlega gegn öllum helstu hagsmunamálum samfélagsins. Málstað sínum til framdráttar hafa þau reynt að stöðva uppbyggingu á miðsvæðinu, sundlaugarbygginguna og lagfæringu Álftanesvegarins auk fjölda annarra brýnna verkefna. Með oddi og egg hafa þau þó barist fyrir aðalmáli sínu, að byggja megi einbýlishús í fjöruborði Skógtjarnarinnar. Síðan Margrét Jónsdóttir söðlaði um og D-listinn komst til valda hefur stjórnsýslan verið lömuð. Erindi Prima Care um byggingu sjúkrahótels fyrir yfir 15 milljarða var haldið leyndu fyrir bæjarfulltrúum. Þar fóru stórkostlegir möguleikar forgörðum, þrátt fyrir að Álftanes búi að glæsilegu skipulagi sem er nær klæðskerasniðið að hugmyndinni. Eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélagsins, vinna við leiðréttingu framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skólans, hefur stöðvast. Stjórnsýslan sá sér ekki fært að senda fulltrúa á ársfund sjóðsins. Hvað stendur eiginlega eftir af yfirlýsingum um að markmið þessa nýja „starfhæfa meirihluta" sé að koma stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélagsins í lag? Eitt er víst að gereyðingarstefna bæjarfulltrúa D-listans er ekki það sem Álftnesingar þurfa helst um þessar mundir, nóg er kreppan samt. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nú hefur sjálfstæðisfélagið á Álftanesi komist til valda á ný. Því er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða hvernig sú niðurstaða fékkst. Svo virðist sem D-listinn hafi þurft nokkra mánuði til að kyngja þeirri staðreynd að flokkurinn hafi virkilega tapað kosningunum 2006. Á haustdögum fór hefndarþorstinn að leita sér útrásar. Mér er þó stórlega til efs að það heiðvirða sjálfstæðisfólk sem býr á Álftanesi sé beinlínis stolt af framgöngu sinna manna í baráttunni fyrir endurheimt fyrri valda. Meðulin koma þó fáum á óvart sem fylgst hafa með valdabrölti þeirra síðustu áratugi. Hatröm rægingarherferð hefur staðið linnulaust í prent- og ljósvakamiðlum frá árslokum 2006. Vogar, málgagn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sá t.d. tvisvar ástæðu til að leggja blað sitt undir æsifréttir af álftneskum bæjarmálum. Þá hefur Fréttablaðið sl. 3 ár birt á fjórða tug einhliða greina sem sami blaðamaður hefur iðulega kvittað upp á. Áhangendur D-listans hafa nýtt sér nýja tölvutækni, haldið hefur verið úti þremur bloggsíðum sem hafa það hlutverk að níða niður sveitarfélagið, stjórnsýsluna og fólkið sem þar starfar í umboði kjósenda. Áhangendur D-listans hafa staðið fyrir tug stjórnsýslukæra og málaferla á hendur stjórnsýslu Álftaness. Fyrrverandi bæjarstjóri var formlega sakaður um þjófnað, fals og fjölmörg önnur afbrot. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar var sakaður um valdníðslu og yfirgang. Endurskoðandi, arkitektar og lögmenn bæjarins voru opinberlega sakaðir um mútur og annan ósiðlegan gerning. Embættismönnum bæjarins var hótað. Ráðist var að þjónustuverktökum, þeir vændir um óeðlileg vinnubrögð, klíkuskap og spillingu. Alvarlegustu ásakanir hafa ýmist farið í úrskurð eða fyrir dómstóla. Niðurstaðan er jafnan sú sama, að ekkert sé hæft í þessum áburði. Nú síðast var fv. bæjarstjóra hótað brottrekstri með lögregluvaldi auk þess sem bæjarfulltrúar D-listans reyndu að stöðva verktaka í vinnu með aðstoð lögreglu. Þessi ótrúlega heiftúð hefur stórskaðað ímynd sveitarfélagsins. Álftnesingar allir hafa þurft að líða fyrir þeirra framferði. Nú hefur takmarkinu lokins verið náð, vígi Á-listans er fallið. Það var veikasti hlekkurinn sem gaf sig. Frami Margrétar Jónsdóttur bæjarfulltrúa varð skjótur og auðfenginn. Hún vermdi 2. sæti Á-listans í skjóli Framsóknarflokksins. Reynslulaus í sveitarstjórnarmálum sóttist hún eftir embætti formanns bæjarráðs ásamt ýmsum nefndarstörfum. Þau 3 ár sem Margrét hefur gegnt einu veigamesta embætti bæjarins minnist ég þess ekki að hún hafi samið eða beitt sér sérstaklega fyrir nokkurri tillögu nema hvað varðar kosningu fulltrúa í nefndir og stjórnir. Lengi hefur verið ljóst að stöðugur áróðurinn hlaut hjómgrunn hjá henni, hún tók að efast um fólkið sem hún var kosin til að starfa með. Ekki var um málefnaágreining að ræða, aðeins persónulega dóma um samstarfsfólkið. Málflutningur Margrétar varð æ mótsagnakenndari, í lokin stóð hún ekki við nýundirritað samkomulag um samstarf. Í kjölfarið komu þjóðstjórnardraumar, á meðan var sveitarfélaginu haldið í herkví svo vikum skipti. Að sögn vildi hún svo kanna hvað væri í boði hjá D-listanum og í lok september gekk hún til samstarfs við hann. Niðurstöðuna, um aukin völd og áhrif fyrir sig og sína fjölskyldu, má sjá á nefnda- og stjórnarlista sveitarfélagsins. Höfuðvandi stjórnsýslunnar hefur kristallast í sívaxandi áráttu D-listans til að rægja og níða mótherjana niður og berjast hatramlega gegn öllum helstu hagsmunamálum samfélagsins. Málstað sínum til framdráttar hafa þau reynt að stöðva uppbyggingu á miðsvæðinu, sundlaugarbygginguna og lagfæringu Álftanesvegarins auk fjölda annarra brýnna verkefna. Með oddi og egg hafa þau þó barist fyrir aðalmáli sínu, að byggja megi einbýlishús í fjöruborði Skógtjarnarinnar. Síðan Margrét Jónsdóttir söðlaði um og D-listinn komst til valda hefur stjórnsýslan verið lömuð. Erindi Prima Care um byggingu sjúkrahótels fyrir yfir 15 milljarða var haldið leyndu fyrir bæjarfulltrúum. Þar fóru stórkostlegir möguleikar forgörðum, þrátt fyrir að Álftanes búi að glæsilegu skipulagi sem er nær klæðskerasniðið að hugmyndinni. Eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélagsins, vinna við leiðréttingu framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skólans, hefur stöðvast. Stjórnsýslan sá sér ekki fært að senda fulltrúa á ársfund sjóðsins. Hvað stendur eiginlega eftir af yfirlýsingum um að markmið þessa nýja „starfhæfa meirihluta" sé að koma stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélagsins í lag? Eitt er víst að gereyðingarstefna bæjarfulltrúa D-listans er ekki það sem Álftnesingar þurfa helst um þessar mundir, nóg er kreppan samt. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun