Betri Reykjavík fyrir alla Þorkell Sigurlaugsson skrifar 26. október 2009 06:00 Í gær var Hugmyndaþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjöldi fyrirlesara og annarra þátttakenda kom sama og ræddu stefnu og framtíðarsýn höfuðborgarinnar. Áherslur borgarbúa snúast eðlilega mikið um sjálfbærni, umhverfismál og almenn lífsgæði borgarbúa. Þétta þarf byggðina og sinna betur mannlegum þörfum og lífsgæðum í stað ofuráherslu á mannvirkjagerð. Í fyrirlestri mínum taldi ég að borgin ætti að setja sér það sem markmið á næstu tíu árum að yfirgnæfandi meirihluti bifreiða í borginni yrði knúinn rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Rafmagnið er þar langáhugaverðasti kosturinn. Það sparar mikinn kostnað við innflutt eldsneyti og dregur verulega úr loft- og hljóðmengun. Við verðum þá ótvírætt í fremstu röð í heiminum á þessu sviði og gætum þannig skapað okkur vissa sérstöðu. Það gerðum við snemma á síðustu öld með Hitaveitu Reykjavíkur sem hefur sparað borgarbúum og þjóðinni allri stórfé. Bíllinn getur áfram verið þarfasti þjónninn, án mengunar, auk þess sem hjól og almenningssamgöngur munu áfram gegna mikilvægu hlutverki. Síðastliðið föstudagskvöld var þáttur á Stöð 2 þar sem Auddi og Sveppi fóru á milli staða í hjólastól. Þar kom vel í ljós hvað margir staðir í borginni meðal annars Landsbanki Íslands eru ekki með aðgengi fyrir alla. Tillitssemi og hjálpsemi flestra borgarbúa er mikil, en sumir fá falleinkunn. Eigendur gamla Landsbanka Íslands eyddu hundruðum milljóna í margs konar stuðning við íþróttastarf, listir, menningu og glæsilegar utanlandsferðir fyrir stærstu viðskiptavini bankans. En það virðist ekki hafa skipt máli að allir hefðu aðgengi að bankanum. Afsökun starfsmanns Landsbankans í þessum sjónvarpsþætti um að húsið væri 123 ára gamalt, og þá voru hjólastólar ekki til, var hlægileg og dæmigerð um skilningsleysi. Auk þess er þessi hluti Landsbankabyggingarinnar mun yngri. Auðvitað þarf aldur húsnæðis ekki að vera afsökun. Höfði, Þjóðmenningarhúsið, Eimskipafélagshúsið þar sem nú er hótel 1919, Hótel Borg, Dómkirkjan, aðalbygging Háskóla Íslands og fjölmargar aðrar gamlar byggingar í borginni eru komnar með aðgengi og snyrtiaðstöðu fyrir alla. Það er þakkarvert hvað Reykjavíkurborg hefur lagt mikið í göngu- og hjólaleiðir í borginni. Það er víða orðið þokkalega auðvelt að ferðast um á hjóli, hjólastól, rafskutlu eða með barnavagn yfir götur og gangstéttar, þótt enn sé mikið verk að vinna. Ferðaþjónusta fatlaðra og fjölmargir aðgengilegir leigubílar gera auk þess öllum auðvelt að komast ferða sinna. Þannig er það alls ekki í öllum borgum erlendis. Reykjavíkurborg þarf aftur á móti að fylgja sterkar eftir að stofnanir, fyrirtæki og verslanir í borginni séu með aðgengismál í lagi. Við öll þurfum að halda vöku okkar og beita okkur fyrir aðgengilegu þjóðfélagi fyrir alla, án þess að fara út í einhverjar öfgar. Við getum gert góða borg enn betri, og þá fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í gær var Hugmyndaþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjöldi fyrirlesara og annarra þátttakenda kom sama og ræddu stefnu og framtíðarsýn höfuðborgarinnar. Áherslur borgarbúa snúast eðlilega mikið um sjálfbærni, umhverfismál og almenn lífsgæði borgarbúa. Þétta þarf byggðina og sinna betur mannlegum þörfum og lífsgæðum í stað ofuráherslu á mannvirkjagerð. Í fyrirlestri mínum taldi ég að borgin ætti að setja sér það sem markmið á næstu tíu árum að yfirgnæfandi meirihluti bifreiða í borginni yrði knúinn rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Rafmagnið er þar langáhugaverðasti kosturinn. Það sparar mikinn kostnað við innflutt eldsneyti og dregur verulega úr loft- og hljóðmengun. Við verðum þá ótvírætt í fremstu röð í heiminum á þessu sviði og gætum þannig skapað okkur vissa sérstöðu. Það gerðum við snemma á síðustu öld með Hitaveitu Reykjavíkur sem hefur sparað borgarbúum og þjóðinni allri stórfé. Bíllinn getur áfram verið þarfasti þjónninn, án mengunar, auk þess sem hjól og almenningssamgöngur munu áfram gegna mikilvægu hlutverki. Síðastliðið föstudagskvöld var þáttur á Stöð 2 þar sem Auddi og Sveppi fóru á milli staða í hjólastól. Þar kom vel í ljós hvað margir staðir í borginni meðal annars Landsbanki Íslands eru ekki með aðgengi fyrir alla. Tillitssemi og hjálpsemi flestra borgarbúa er mikil, en sumir fá falleinkunn. Eigendur gamla Landsbanka Íslands eyddu hundruðum milljóna í margs konar stuðning við íþróttastarf, listir, menningu og glæsilegar utanlandsferðir fyrir stærstu viðskiptavini bankans. En það virðist ekki hafa skipt máli að allir hefðu aðgengi að bankanum. Afsökun starfsmanns Landsbankans í þessum sjónvarpsþætti um að húsið væri 123 ára gamalt, og þá voru hjólastólar ekki til, var hlægileg og dæmigerð um skilningsleysi. Auk þess er þessi hluti Landsbankabyggingarinnar mun yngri. Auðvitað þarf aldur húsnæðis ekki að vera afsökun. Höfði, Þjóðmenningarhúsið, Eimskipafélagshúsið þar sem nú er hótel 1919, Hótel Borg, Dómkirkjan, aðalbygging Háskóla Íslands og fjölmargar aðrar gamlar byggingar í borginni eru komnar með aðgengi og snyrtiaðstöðu fyrir alla. Það er þakkarvert hvað Reykjavíkurborg hefur lagt mikið í göngu- og hjólaleiðir í borginni. Það er víða orðið þokkalega auðvelt að ferðast um á hjóli, hjólastól, rafskutlu eða með barnavagn yfir götur og gangstéttar, þótt enn sé mikið verk að vinna. Ferðaþjónusta fatlaðra og fjölmargir aðgengilegir leigubílar gera auk þess öllum auðvelt að komast ferða sinna. Þannig er það alls ekki í öllum borgum erlendis. Reykjavíkurborg þarf aftur á móti að fylgja sterkar eftir að stofnanir, fyrirtæki og verslanir í borginni séu með aðgengismál í lagi. Við öll þurfum að halda vöku okkar og beita okkur fyrir aðgengilegu þjóðfélagi fyrir alla, án þess að fara út í einhverjar öfgar. Við getum gert góða borg enn betri, og þá fyrir alla.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun