Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Sjöfn Þórðardóttir skrifar 24. október 2009 06:00 Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar