Norrænt velferðarkerfi á Íslandi IV Guðmundur Magnússon skrifar 27. október 2009 06:00 Guðmundur Magnússon skrifar um velferðarmál Ný hugsun, nýjar leiðir og önnur nálgun eru þau úrræði sem við höfum þegar kreppir að. Lykilhugtak á þessum tímum er SAMRÁÐ. Orð sem var gengisfellt í þensluástandinu, vegna ólöglegs samráðs. Flókið almannatryggingakerfi sem byggst hefur upp á áratugum var einfalt í upphafi. Grunnlífeyrir og tekjutrygging ofan á hann. Smám saman bættust við bótaflokkar, eins og heimilisuppbót og síðan sértæk úrræði, s.s. uppbót vegna mikils lyfjakostnaðar, að ógleymdri aldurstengdu örorkuuppbótinni. Sífelldar tilraunir til að lagfæra kerfið, sníða af vankanta eða koma til móts við ólíkar þarfir með flóknum reglum hafa flækt kerfið og gert það ógegnsærra. Við einföldun kerfisins er mikilvægt að hafa í huga hverjum það á að þjóna. Öryrkjar eru fjölbreytilegur hópur og sníða verður stuðninginn að þörfum hvers og eins. Kjörið er að fara í nýjungar á þessum tímum. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er dæmi um verkefni sem hentar vel í kreppu. Í atvinnuleysi er NPA ótrúlega góð lausn. Störf aðstoðarmanna henta bæði körlum og konum, á öllum aldri, eru ekki bundin við ákveðinn landshluta og krefjast engra sérstakra mannvirkja. NPA er úrræði fyrir stóran hóp fatlaðra, sem í dag eru dæmdir til að vera heima, þar sem þjónustan er, en ekki þátttakendur í samfélaginu. Einstaklingurinn ræður sitt eigið starfsfólk og þjálfar til að aðstoða sig. Ræður sjálfur hvar, hvenær og hvernig aðstoðin er veitt. Til að NPA geti orðið að veruleika hér á landi og allir sitji við sama borð þarf að búa til skýran lagaramma. Sænsk lög sem sett voru 1993 í bankakreppu eru þau lög sem hinar Norðurlandaþjóðirnar horfa mest til og vilja laga að sínu lagaumhverfi. Við ofangreind atriði er geysilega mikilvægt að hafa samráð við notendurna og því rétt að hafa í huga kjörorð ÖBÍ: Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Guðmundur Magnússon skrifar um velferðarmál Ný hugsun, nýjar leiðir og önnur nálgun eru þau úrræði sem við höfum þegar kreppir að. Lykilhugtak á þessum tímum er SAMRÁÐ. Orð sem var gengisfellt í þensluástandinu, vegna ólöglegs samráðs. Flókið almannatryggingakerfi sem byggst hefur upp á áratugum var einfalt í upphafi. Grunnlífeyrir og tekjutrygging ofan á hann. Smám saman bættust við bótaflokkar, eins og heimilisuppbót og síðan sértæk úrræði, s.s. uppbót vegna mikils lyfjakostnaðar, að ógleymdri aldurstengdu örorkuuppbótinni. Sífelldar tilraunir til að lagfæra kerfið, sníða af vankanta eða koma til móts við ólíkar þarfir með flóknum reglum hafa flækt kerfið og gert það ógegnsærra. Við einföldun kerfisins er mikilvægt að hafa í huga hverjum það á að þjóna. Öryrkjar eru fjölbreytilegur hópur og sníða verður stuðninginn að þörfum hvers og eins. Kjörið er að fara í nýjungar á þessum tímum. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er dæmi um verkefni sem hentar vel í kreppu. Í atvinnuleysi er NPA ótrúlega góð lausn. Störf aðstoðarmanna henta bæði körlum og konum, á öllum aldri, eru ekki bundin við ákveðinn landshluta og krefjast engra sérstakra mannvirkja. NPA er úrræði fyrir stóran hóp fatlaðra, sem í dag eru dæmdir til að vera heima, þar sem þjónustan er, en ekki þátttakendur í samfélaginu. Einstaklingurinn ræður sitt eigið starfsfólk og þjálfar til að aðstoða sig. Ræður sjálfur hvar, hvenær og hvernig aðstoðin er veitt. Til að NPA geti orðið að veruleika hér á landi og allir sitji við sama borð þarf að búa til skýran lagaramma. Sænsk lög sem sett voru 1993 í bankakreppu eru þau lög sem hinar Norðurlandaþjóðirnar horfa mest til og vilja laga að sínu lagaumhverfi. Við ofangreind atriði er geysilega mikilvægt að hafa samráð við notendurna og því rétt að hafa í huga kjörorð ÖBÍ: Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar