Blásið til sóknar 29. október 2009 06:00 Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 22. október sl. (mál nr. 259/2009) er faðir dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega kornunga dóttur sína. Sannað þykir að hann hafi haft við hana kynferðismök önnur en samræði frá því í september 2007 til nóvember 2008. Stúlkan er fædd í maí 2005 og var því aðeins 2-3 ára meðan á brotunum stóð. Dómur þessi er markverður af þremur ástæðum einkanlega. Í fyrsta lagi þyngir Hæstiréttur refsiákvörðun héraðsdóms verulega, þ.e. úr 2 ára fangelsi í 5 ár, með þeim orðum að faðirinn hafi framið brot gegn „barnungri dóttur [sinni], sem hann einn hafði forsjá með, og stóðu [brotin] í rúmt ár. Þau [hafi verið] ítrekuð, alvarleg og til þess fallin að hafa mikil og varanleg áhrif á telpuna.“ Dómurinn er að þessu leyti í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár og þó einkum á þessu ári, sbr. dóma Hæstaréttar sem voru kveðnir upp annars vegar 22. janúar (mál nr. 527/2008) og hins vegar 28. maí (mál nr. 58/2009), vegna grófra kynferðisbrota gegn börnum. Sakborningar (stjúpfeður) voru dæmdir í 6 og 8 ára fangelsi. Þetta eru allra þyngstu dómar sem kveðnir hafa verið upp í Hæstarétti í málum af þessu tagi. Í öðru lagi vekur athygli í hinum nýja dómi frá 22. október að framburður barnsins, tjáning og hegðun, á grundvelli yfirheyrslu og rannsóknar sérfræðinga, fær þungt vægi sem sönnunargagn í málinu, þótt barnið hafi aðeins verið 3 ára gamalt þegar það var yfirheyrt. Þetta er í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár, þar sem framburður barns, meints þolanda brots, hefur fengið aukið vægi. Byggist það á auknum rannsóknum og meiri þekkingu á afleiðingum brota af þessu tagi auk bættra og þróaðra aðferða við skýrslutökur af börnum. Þá er dómurinn í þriðja lagi í samræmi við þá þungu dóma sem nefndir voru að framan, að því leyti að Hæstiréttur virðist líta það jafn alvarlegum augum að brotamenn misnoti börn af eigin holdi og blóði eða börn sem þeir eru ekki líffræðilega skyldir en hafa tekið að sér að annast og ganga í föðurstað. Þannig er það sett í öndvegi að börn, hvort sem þau eru líffræðilega skyld brotamanni eða hann gengur þeim í föðurstað, njóta jafn ríkrar verndar. Leiðarljósið er velferð barnanna og það skjól og öryggi sem heimilið á að veita þeim, óháð því hvort þau búa með kynföður sínum eða ekki. Erfitt er að segja nákvæmlega til um ástæður fyrrgreindrar þróunar. Hinu verður ekki litið framhjá að hún er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á ákvæðum hegningarlaga um kynferðisbrot vorið 2007, þar sem m.a. var afnuminn með öllu fyrningarfrestur sakar vegna tiltekinna grófra kynferðisbrota gegn börnum, aukinn skilning á eðli og afleiðingum þessara brota og gagnrýna umræðu um dómstóla fyrir meðferð þeirra á málum og refsiákvarðanir. Hæstiréttur hefur með þessum dómum svarað kallinu sem í þessari umræðu fólst. Hæstiréttur lítur þessi brot afar alvarlegum augum og telur þau eiga að sæta þungum refsingum. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 22. október sl. (mál nr. 259/2009) er faðir dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega kornunga dóttur sína. Sannað þykir að hann hafi haft við hana kynferðismök önnur en samræði frá því í september 2007 til nóvember 2008. Stúlkan er fædd í maí 2005 og var því aðeins 2-3 ára meðan á brotunum stóð. Dómur þessi er markverður af þremur ástæðum einkanlega. Í fyrsta lagi þyngir Hæstiréttur refsiákvörðun héraðsdóms verulega, þ.e. úr 2 ára fangelsi í 5 ár, með þeim orðum að faðirinn hafi framið brot gegn „barnungri dóttur [sinni], sem hann einn hafði forsjá með, og stóðu [brotin] í rúmt ár. Þau [hafi verið] ítrekuð, alvarleg og til þess fallin að hafa mikil og varanleg áhrif á telpuna.“ Dómurinn er að þessu leyti í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár og þó einkum á þessu ári, sbr. dóma Hæstaréttar sem voru kveðnir upp annars vegar 22. janúar (mál nr. 527/2008) og hins vegar 28. maí (mál nr. 58/2009), vegna grófra kynferðisbrota gegn börnum. Sakborningar (stjúpfeður) voru dæmdir í 6 og 8 ára fangelsi. Þetta eru allra þyngstu dómar sem kveðnir hafa verið upp í Hæstarétti í málum af þessu tagi. Í öðru lagi vekur athygli í hinum nýja dómi frá 22. október að framburður barnsins, tjáning og hegðun, á grundvelli yfirheyrslu og rannsóknar sérfræðinga, fær þungt vægi sem sönnunargagn í málinu, þótt barnið hafi aðeins verið 3 ára gamalt þegar það var yfirheyrt. Þetta er í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár, þar sem framburður barns, meints þolanda brots, hefur fengið aukið vægi. Byggist það á auknum rannsóknum og meiri þekkingu á afleiðingum brota af þessu tagi auk bættra og þróaðra aðferða við skýrslutökur af börnum. Þá er dómurinn í þriðja lagi í samræmi við þá þungu dóma sem nefndir voru að framan, að því leyti að Hæstiréttur virðist líta það jafn alvarlegum augum að brotamenn misnoti börn af eigin holdi og blóði eða börn sem þeir eru ekki líffræðilega skyldir en hafa tekið að sér að annast og ganga í föðurstað. Þannig er það sett í öndvegi að börn, hvort sem þau eru líffræðilega skyld brotamanni eða hann gengur þeim í föðurstað, njóta jafn ríkrar verndar. Leiðarljósið er velferð barnanna og það skjól og öryggi sem heimilið á að veita þeim, óháð því hvort þau búa með kynföður sínum eða ekki. Erfitt er að segja nákvæmlega til um ástæður fyrrgreindrar þróunar. Hinu verður ekki litið framhjá að hún er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á ákvæðum hegningarlaga um kynferðisbrot vorið 2007, þar sem m.a. var afnuminn með öllu fyrningarfrestur sakar vegna tiltekinna grófra kynferðisbrota gegn börnum, aukinn skilning á eðli og afleiðingum þessara brota og gagnrýna umræðu um dómstóla fyrir meðferð þeirra á málum og refsiákvarðanir. Hæstiréttur hefur með þessum dómum svarað kallinu sem í þessari umræðu fólst. Hæstiréttur lítur þessi brot afar alvarlegum augum og telur þau eiga að sæta þungum refsingum. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun