Verstir í heimi? 30. október 2009 06:00 Nú á dögunum hafði Gylfi Magnússon orð á því í erlendu blaði að íslenskir bankamenn hefðu verið þeir verstu í heimi. Fréttin á vísir.is hafði hins vegar fyrirsögnina: Íslenskir bankamenn þeir verstu í heimi. Þarna var ekki skilið á milli fortíðar og nútíðar eins og eðlilegt væri að gera. Gylfi var að tala um þá sem stýrðu bönkunum á einkavæðingartímabilinu en ekki þá sem gera það nú, hvorki stjórnendur né starfsmenn. Blaðamaður vísir.is kaus hins vegar að líta framhjá þeirri staðreynd, enda meira krassandi þannig. Gylfi hefði líka getað sagt að íslenskir stjórnmálamenn hefðu verið þeir verstu í heimi eða að íslenskir eftirlitsaðilar hefðu verið þeir verstu í heimi og þess vegna íslenskir fjölmiðlar. Þetta eru fleiri hliðar á sama málinu, en það er einfaldara og meira krassandi að ráðast á bankamennina; þeir liggja best við höggi. @Megin-Ol Idag 8,3p :Þetta er veruleiki sem starfsmenn bankanna hafa þurft að búa við á síðasta ári og gera það enn. Í umræðunni er ekki skilið á milli fortíðar og nútíðar og allir settir undir einn og sama hattinn. Þannig sagði forsvarsmaður verkalýðsfélags á Austurlandi að hann ætlaði að stefna sjóðsstjórum Landsvaka hf. fyrir að hafa gefið sér rangar upplýsingar og fjölmiðlar átu það gagnrýnislaust upp eftir honum. Margir þeirra sem voru sjóðsstjórar á þessum tíma eru löngu farnir og aðrir komnir í staðinn og þar að auki hafði þessi góði maður aldrei haft samskipti við sjóðsstóra Landsvaka, en það var hasar í fréttinni og fréttamenn RÚV átu hana upp gagnrýnislaust. Það er auðvitað skiljanlegt að staðan sé svona; hrun bankakerfisins fór illa með marga. Traust viðskiptavina á fjármálakerfinu er enn stórskaddað og venjulegt fólk skildi aldrei hvað var á seyði innan þess síðustu ár. Afleiður og ofurlaun, bónusar og krosseignatengsl og annað álíka var algerlega ofvaxið skilningi fólks. Kerfið hrundi og niðurstaðan var sú að ríkið kom til bjargar. Skattgreiðendur borga brúsann að öllu leyti (enn sem komið er allavega). Áreiðanleiki, sem var áður grundvallarhugtak í bankaviðskiptum, var orðið afbakað hugtak og því erfitt að nota það áfram. Það mun taka langan tíma að skapa þennan áreiðanleika aftur. Á síðastliðnu ári hafa starfsmenn bankanna unnið hörðum höndum að því að endurskapa nýtt kerfi við nýjar aðstæður og endurskapa traust og tiltrú á kerfinu. Þetta fólk býr við þær aðstæður að vera sífellt tengt við fortíðina. Í þessum heimi eiga allir sér fortíð, bankamenn, eftirlitsaðilar og stjórnmálamenn. Sumir eru farnir og sumir eru eftir eins og gengur. Sumir réðu og höfðu mikil áhrif í gamla kerfinu, þeir eru flestir farnir. Margir þeirra sem eru eftir höfðu ekki svo mikil áhrif og gagnrýndu stundum stöðuna eins og hún var þá. Viðskiptavinir bankanna eiga sér líka fortíð og nútíð. Á undanförnum árum stjórnaðist fólk mestmegnis af ábatavon. Þá var fyrst og fremst hugsað um hæstu vexti og arð. Þá tíðkaðist ekki almennt hjá fólki að spyrja um öryggi. Ef fólk fékk ekki það sem það vildi í einni fjármálastofnun hótaði það einfaldlega að fara í einhverja aðra og gerði það oft. Það er auðvitað erfitt að rifja þetta upp, en á þessum tíma ætluðu margir að græða með einhverjum hætti. Strax eftir bankahrunið stjórnaðist fólk fyrst og fremst af hræðslu, og þá var fyrst og fremst hugsað hvar öruggast væri að geyma peningana, ef þeir voru þá á annað borð til. Síðan hefur viðhorf fólks ákvarðast fyrst og fremst af öryggi og mestur hluti fjár er varðveittur í innlánum. En sú staða á eflaust eftir að breytast, ábatavonin mun aftur fara að skipta máli, en fólk mun þá vita betur en áður að það eru takmörk á ávöxtunarmöguleikum, gengishagnaði o.s.frv. og að það verður að treysta eigin dómgreind og upplýsingum betur en áður var. Fjármálageirinn hefur bundist raunhagkerfinu aftur og horfið frá því gervihagkerfi sem var byggt upp á undanförnum árum. Fjármálageirinn er að hverfa til baka að upprunalegu hlutverki sínu sem er að greiða fyrir viðskiptum í raunhagkerfinu með sem virkustum hætti sem byggir á gegnsæi, áreiðanleika og einfaldleika. Þessi þróun á eftir að taka langan tíma, en til þess að þetta takist vel er mikilvægt að skilið sé á milli fortíðar og nútíðar í umræðunni um fjármálageirann. Hann er á réttri leið, þar starfar fólk sem hefur lært af biturri reynslu og það þarf að veita því skjól til þess að sinna sínum störfum með eðlilegum hætti. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvaka hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum hafði Gylfi Magnússon orð á því í erlendu blaði að íslenskir bankamenn hefðu verið þeir verstu í heimi. Fréttin á vísir.is hafði hins vegar fyrirsögnina: Íslenskir bankamenn þeir verstu í heimi. Þarna var ekki skilið á milli fortíðar og nútíðar eins og eðlilegt væri að gera. Gylfi var að tala um þá sem stýrðu bönkunum á einkavæðingartímabilinu en ekki þá sem gera það nú, hvorki stjórnendur né starfsmenn. Blaðamaður vísir.is kaus hins vegar að líta framhjá þeirri staðreynd, enda meira krassandi þannig. Gylfi hefði líka getað sagt að íslenskir stjórnmálamenn hefðu verið þeir verstu í heimi eða að íslenskir eftirlitsaðilar hefðu verið þeir verstu í heimi og þess vegna íslenskir fjölmiðlar. Þetta eru fleiri hliðar á sama málinu, en það er einfaldara og meira krassandi að ráðast á bankamennina; þeir liggja best við höggi. @Megin-Ol Idag 8,3p :Þetta er veruleiki sem starfsmenn bankanna hafa þurft að búa við á síðasta ári og gera það enn. Í umræðunni er ekki skilið á milli fortíðar og nútíðar og allir settir undir einn og sama hattinn. Þannig sagði forsvarsmaður verkalýðsfélags á Austurlandi að hann ætlaði að stefna sjóðsstjórum Landsvaka hf. fyrir að hafa gefið sér rangar upplýsingar og fjölmiðlar átu það gagnrýnislaust upp eftir honum. Margir þeirra sem voru sjóðsstjórar á þessum tíma eru löngu farnir og aðrir komnir í staðinn og þar að auki hafði þessi góði maður aldrei haft samskipti við sjóðsstóra Landsvaka, en það var hasar í fréttinni og fréttamenn RÚV átu hana upp gagnrýnislaust. Það er auðvitað skiljanlegt að staðan sé svona; hrun bankakerfisins fór illa með marga. Traust viðskiptavina á fjármálakerfinu er enn stórskaddað og venjulegt fólk skildi aldrei hvað var á seyði innan þess síðustu ár. Afleiður og ofurlaun, bónusar og krosseignatengsl og annað álíka var algerlega ofvaxið skilningi fólks. Kerfið hrundi og niðurstaðan var sú að ríkið kom til bjargar. Skattgreiðendur borga brúsann að öllu leyti (enn sem komið er allavega). Áreiðanleiki, sem var áður grundvallarhugtak í bankaviðskiptum, var orðið afbakað hugtak og því erfitt að nota það áfram. Það mun taka langan tíma að skapa þennan áreiðanleika aftur. Á síðastliðnu ári hafa starfsmenn bankanna unnið hörðum höndum að því að endurskapa nýtt kerfi við nýjar aðstæður og endurskapa traust og tiltrú á kerfinu. Þetta fólk býr við þær aðstæður að vera sífellt tengt við fortíðina. Í þessum heimi eiga allir sér fortíð, bankamenn, eftirlitsaðilar og stjórnmálamenn. Sumir eru farnir og sumir eru eftir eins og gengur. Sumir réðu og höfðu mikil áhrif í gamla kerfinu, þeir eru flestir farnir. Margir þeirra sem eru eftir höfðu ekki svo mikil áhrif og gagnrýndu stundum stöðuna eins og hún var þá. Viðskiptavinir bankanna eiga sér líka fortíð og nútíð. Á undanförnum árum stjórnaðist fólk mestmegnis af ábatavon. Þá var fyrst og fremst hugsað um hæstu vexti og arð. Þá tíðkaðist ekki almennt hjá fólki að spyrja um öryggi. Ef fólk fékk ekki það sem það vildi í einni fjármálastofnun hótaði það einfaldlega að fara í einhverja aðra og gerði það oft. Það er auðvitað erfitt að rifja þetta upp, en á þessum tíma ætluðu margir að græða með einhverjum hætti. Strax eftir bankahrunið stjórnaðist fólk fyrst og fremst af hræðslu, og þá var fyrst og fremst hugsað hvar öruggast væri að geyma peningana, ef þeir voru þá á annað borð til. Síðan hefur viðhorf fólks ákvarðast fyrst og fremst af öryggi og mestur hluti fjár er varðveittur í innlánum. En sú staða á eflaust eftir að breytast, ábatavonin mun aftur fara að skipta máli, en fólk mun þá vita betur en áður að það eru takmörk á ávöxtunarmöguleikum, gengishagnaði o.s.frv. og að það verður að treysta eigin dómgreind og upplýsingum betur en áður var. Fjármálageirinn hefur bundist raunhagkerfinu aftur og horfið frá því gervihagkerfi sem var byggt upp á undanförnum árum. Fjármálageirinn er að hverfa til baka að upprunalegu hlutverki sínu sem er að greiða fyrir viðskiptum í raunhagkerfinu með sem virkustum hætti sem byggir á gegnsæi, áreiðanleika og einfaldleika. Þessi þróun á eftir að taka langan tíma, en til þess að þetta takist vel er mikilvægt að skilið sé á milli fortíðar og nútíðar í umræðunni um fjármálageirann. Hann er á réttri leið, þar starfar fólk sem hefur lært af biturri reynslu og það þarf að veita því skjól til þess að sinna sínum störfum með eðlilegum hætti. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvaka hf.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar