Framtíðarsýn borgarbúa 30. október 2009 06:00 Í þessari viku hófust hverfafundir í borginni um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem nær fram til ársins 2030 en með skipulagssýn allt til ársins 2050. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni og mikið undir að vel takist til. Vinnuferlið verður ekki hin hefðbundna aðferð að setja saman og afgreiða skipulagstillögu í nefndum og ráðum borgarinnar og leita síðan eftir afstöðu borgarbúa eftir á. Við snúum ferlinu við, byrjum á að leita álits borgarbúa og auglýsum eftir skipulagshöfundinum sem býr innra með hverjum og einum. Við höfum trú á því að frjóar hugmyndir komi frá borgarbúum sjálfum sem þekkja sitt nærumhverfi og vonum að þeir leggi sitt af mörkum við að skapa nýja framtíð. Aðalskipulagið gæti allt eins heitið framtíðarsýn Reykjavíkur. Það fjallar um lífsgæði í víðum skilningi enda fylgir því stefnumótun sem tekur til allra þátta mannlífsins. Á 10 fundum í öllum hverfum borgarinnar sem efnt verður til næstu vikurnar munum við ræða skipulagsmál, búsetukosti, umhverfismál, sjálfbærni, gæði hins manngerða umhverfis, þéttingu byggðar, vaxtarskilyrði atvinnulífsins, fjölbreytileika, samgöngumáta og margt fleira. Fundirnir eru byggðir upp sem hugmyndasmiðjur þar sem lagt er upp úr að allir geti komið á framfæri sínum hugmyndum eða fræðst um þá valkosti sem til umfjöllunar eru við mótun tillögunnar. Í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík fá börnin skemmtileg skipulagsverkefni til úrlausnar. Aðalskipulagið er kjölfestan í skipulagsmálum næstu árin. Það má líkja því við stjórnarskrána sem lög og réttarheimildir mega ekki fara á svig við. Á sama hátt verða deiliskipulagsáætlanir einstakra reita og hverfa að vera í samræmi við aðalskipulagið og byggjast á því. Það skiptir þess vegna miklu máli að hugmyndir og vilji borgarbúa endurspeglist í þeirri framtíðarsýn sem aðalskipulagið hefur að geyma. Höfundur er formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í þessari viku hófust hverfafundir í borginni um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem nær fram til ársins 2030 en með skipulagssýn allt til ársins 2050. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni og mikið undir að vel takist til. Vinnuferlið verður ekki hin hefðbundna aðferð að setja saman og afgreiða skipulagstillögu í nefndum og ráðum borgarinnar og leita síðan eftir afstöðu borgarbúa eftir á. Við snúum ferlinu við, byrjum á að leita álits borgarbúa og auglýsum eftir skipulagshöfundinum sem býr innra með hverjum og einum. Við höfum trú á því að frjóar hugmyndir komi frá borgarbúum sjálfum sem þekkja sitt nærumhverfi og vonum að þeir leggi sitt af mörkum við að skapa nýja framtíð. Aðalskipulagið gæti allt eins heitið framtíðarsýn Reykjavíkur. Það fjallar um lífsgæði í víðum skilningi enda fylgir því stefnumótun sem tekur til allra þátta mannlífsins. Á 10 fundum í öllum hverfum borgarinnar sem efnt verður til næstu vikurnar munum við ræða skipulagsmál, búsetukosti, umhverfismál, sjálfbærni, gæði hins manngerða umhverfis, þéttingu byggðar, vaxtarskilyrði atvinnulífsins, fjölbreytileika, samgöngumáta og margt fleira. Fundirnir eru byggðir upp sem hugmyndasmiðjur þar sem lagt er upp úr að allir geti komið á framfæri sínum hugmyndum eða fræðst um þá valkosti sem til umfjöllunar eru við mótun tillögunnar. Í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík fá börnin skemmtileg skipulagsverkefni til úrlausnar. Aðalskipulagið er kjölfestan í skipulagsmálum næstu árin. Það má líkja því við stjórnarskrána sem lög og réttarheimildir mega ekki fara á svig við. Á sama hátt verða deiliskipulagsáætlanir einstakra reita og hverfa að vera í samræmi við aðalskipulagið og byggjast á því. Það skiptir þess vegna miklu máli að hugmyndir og vilji borgarbúa endurspeglist í þeirri framtíðarsýn sem aðalskipulagið hefur að geyma. Höfundur er formaður skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar