Aðstandendur sjúklinga Kolbrún Ýrr Ronaldsdóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Að vera aðstandandi sjúklings með lífshættulegan sjúkdóm er krefjandi. Enginn getur verið almennilega undirbúinn undir það að fjölskyldumeðlimur greinist með slíkan sjúkdóm. Ákveðið ferli fer í gang og í sumum tilfellum hefst það á skjótri reiði; mikil óvissa myndast, vitneskja um sjúkdóminn og lífslíkur eru kannski ekki miklar og forgangsröðun í lífinu gjörbreytist. Það er því mikilvægt fyrir vini og vandamenn að veita nánustu aðstandendum andlegan stuðning. Að vita af hjálp sem er í boði getur skipt sköpum, þó að fólk notfæri sér hana ekki endilega fyrst um sinn. Því að ef eitthvað kemur upp á, þurfi maki sjúklings t.d. hjálp við að koma börnunum í skólann, hjálp við að fylla út umsóknir eða jafnvel bara félagsskap, getur verið gott að vita að vilji fólks til að hjálpa sé til staðar. Það er mikil ábyrgð fólgin í að vera maki sjúklings. Viðkomandi þarf ekki einungis að vera maka sínum til staðar, fylgja honum í læknisskoðanir og annast heimilið, heldur þarf að gæta þess að hlúa líka að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri. Á heimilum alvarlega veikra sjúklinga þurfa allir að leggjast á eitt til að láta hlutina ganga upp en það er ekki auðvelt án utanaðkomandi hjálpar. Börn og unglingar þroskast mjög við þetta ferli og þurfa að verða mjög sjálfstæð á stuttum tíma en þau þurfa líka á andlegum stuðningi að halda. Því þyrfti sérfræðiaðstoð að standa aðstandendum til boða endurgjaldslaust. Ég skora á skólastofnanir að taka sérstakt tillit til barna og unglinga sem lenda í slíkum áföllum og einnig vinnustaði maka sjúklinga. Misjafnt er hvernig er tekið á svona málum, í mörgum tilfellum vantar skilning. Vinnustaður sjúklings sýnir oftar en ekki fullan skilning á veikindunum en vinnustaður maka getur verið ósveigjanlegur. Finni aðstandendur sjúklings sig í þessum aðstæðum, má t.d. benda á að félagsráðgjafar geta hjálpað við að halda utan um þau mál sem snúa að réttindum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Ég vil nýta tækifærið og hrósa félagsráðgjafa ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins, Gunnjónu Unu Guðmundsdóttur, fyrir vel unnin störf í þágu fjölskyldu minnar. Höfundur er meðstjórnandi í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Að vera aðstandandi sjúklings með lífshættulegan sjúkdóm er krefjandi. Enginn getur verið almennilega undirbúinn undir það að fjölskyldumeðlimur greinist með slíkan sjúkdóm. Ákveðið ferli fer í gang og í sumum tilfellum hefst það á skjótri reiði; mikil óvissa myndast, vitneskja um sjúkdóminn og lífslíkur eru kannski ekki miklar og forgangsröðun í lífinu gjörbreytist. Það er því mikilvægt fyrir vini og vandamenn að veita nánustu aðstandendum andlegan stuðning. Að vita af hjálp sem er í boði getur skipt sköpum, þó að fólk notfæri sér hana ekki endilega fyrst um sinn. Því að ef eitthvað kemur upp á, þurfi maki sjúklings t.d. hjálp við að koma börnunum í skólann, hjálp við að fylla út umsóknir eða jafnvel bara félagsskap, getur verið gott að vita að vilji fólks til að hjálpa sé til staðar. Það er mikil ábyrgð fólgin í að vera maki sjúklings. Viðkomandi þarf ekki einungis að vera maka sínum til staðar, fylgja honum í læknisskoðanir og annast heimilið, heldur þarf að gæta þess að hlúa líka að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri. Á heimilum alvarlega veikra sjúklinga þurfa allir að leggjast á eitt til að láta hlutina ganga upp en það er ekki auðvelt án utanaðkomandi hjálpar. Börn og unglingar þroskast mjög við þetta ferli og þurfa að verða mjög sjálfstæð á stuttum tíma en þau þurfa líka á andlegum stuðningi að halda. Því þyrfti sérfræðiaðstoð að standa aðstandendum til boða endurgjaldslaust. Ég skora á skólastofnanir að taka sérstakt tillit til barna og unglinga sem lenda í slíkum áföllum og einnig vinnustaði maka sjúklinga. Misjafnt er hvernig er tekið á svona málum, í mörgum tilfellum vantar skilning. Vinnustaður sjúklings sýnir oftar en ekki fullan skilning á veikindunum en vinnustaður maka getur verið ósveigjanlegur. Finni aðstandendur sjúklings sig í þessum aðstæðum, má t.d. benda á að félagsráðgjafar geta hjálpað við að halda utan um þau mál sem snúa að réttindum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Ég vil nýta tækifærið og hrósa félagsráðgjafa ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins, Gunnjónu Unu Guðmundsdóttur, fyrir vel unnin störf í þágu fjölskyldu minnar. Höfundur er meðstjórnandi í stjórn Ungra vinstri grænna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar