Skrefi á undan Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 23. október 2009 06:00 Reykjavíkurborg býður til Hugmyndaþings í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á sunnudaginn milli kl. 13 og 16. Hugmyndaþingið er liður í þeirri viðleitni borgarstjórnar að hvetja til aukinnar þátttöku íbúa í ákvarðanatöku og stefnumótun fyrir borgina. Á þinginu verður kynnt ný áætlun til sóknar fyrir Reykjavíkurborg sem unnin var í vor að frumkvæði borgarstjórnar. Stofnaður var stýrihópur einstaklinga með breiða reynslu úr atvinnu-, háskóla- og menningarlífi og leitað álits rýnihópa íbúa, starfsmanna, fræðimanna, ungmenna og atvinnurekenda í því skyni að greina tækifæri Reykjavíkurborgar á breiðum grunni. Kjörnir fulltrúar tóku jafnframt virkan þátt í verkefninu. Sóknaráætlunin, sem kynnt er undir yfirskriftinni Skrefi á undan, hefur að geyma 8 áhersluþætti með samtals 35 lykilaðgerðum og fjölmörgum tillögum. Með aðgerðunum er reynt að draga úr neikvæðum langtímaáhrifum efnahagsvandans með því að horfa á tækifæri til sóknar. Nokkrir rauðir þræðir komu skýrt fram í vinnunni og má meðal þeirra nefna afgerandi áherslu á mikilvægi umhverfismála og að Reykjavíkurborg móti metnaðarfulla stefnu sem skipi henni í fremstu röð grænna borga. Annar meginflokkur hefur titilinn Framtíðarfólkið. Reykjavík er ung borg og í því felast mörg hennar stærstu tækifæri. Því er lagt til að börn, unglingar og ungt fólk verði í forgangi og hlúð verði sérlega vel að málaflokkum sem tengjast þessum hópum með beinum hætti. Þriðji þráðurinn sem hér verður nefndur snýr að atvinnulífinu. Kröftugt atvinnulíf er grunnurinn að lífvænlegri borg og skilyrði fyrir því að ungt fólk kjósi Reykjavík sem sitt framtíðarheimili. Borgin þarf að stuðla að uppbyggingu fjölbreytts og verðmætaskapandi atvinnulífs og tryggja jafnframt sterka innviði og skilvirkt stjórnkerfi. Með Hugmyndaþinginu á sunnudaginn er kallað eftir kröftum borgarbúa við að móta skýra framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Þar verður jafnframt boðið upp á nokkra stutta, skemmtilega fyrirlestra og hugmyndasmiðjur þar sem íbúar borgarinnar geta komið á framfæri sínum eigin hugmyndum um framtíð borgarinnar. Ég hvet því alla til að líta við í Ráðhúsinu á sunnudaginn og leggja sitt að mörkum til þess að Reykjavík móti sér metnaðarfulla framtíðarsýn um mannvænlega borg. Höfundur er formaður stýrihóps um mótun sóknaráætlunar fyrir Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg býður til Hugmyndaþings í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á sunnudaginn milli kl. 13 og 16. Hugmyndaþingið er liður í þeirri viðleitni borgarstjórnar að hvetja til aukinnar þátttöku íbúa í ákvarðanatöku og stefnumótun fyrir borgina. Á þinginu verður kynnt ný áætlun til sóknar fyrir Reykjavíkurborg sem unnin var í vor að frumkvæði borgarstjórnar. Stofnaður var stýrihópur einstaklinga með breiða reynslu úr atvinnu-, háskóla- og menningarlífi og leitað álits rýnihópa íbúa, starfsmanna, fræðimanna, ungmenna og atvinnurekenda í því skyni að greina tækifæri Reykjavíkurborgar á breiðum grunni. Kjörnir fulltrúar tóku jafnframt virkan þátt í verkefninu. Sóknaráætlunin, sem kynnt er undir yfirskriftinni Skrefi á undan, hefur að geyma 8 áhersluþætti með samtals 35 lykilaðgerðum og fjölmörgum tillögum. Með aðgerðunum er reynt að draga úr neikvæðum langtímaáhrifum efnahagsvandans með því að horfa á tækifæri til sóknar. Nokkrir rauðir þræðir komu skýrt fram í vinnunni og má meðal þeirra nefna afgerandi áherslu á mikilvægi umhverfismála og að Reykjavíkurborg móti metnaðarfulla stefnu sem skipi henni í fremstu röð grænna borga. Annar meginflokkur hefur titilinn Framtíðarfólkið. Reykjavík er ung borg og í því felast mörg hennar stærstu tækifæri. Því er lagt til að börn, unglingar og ungt fólk verði í forgangi og hlúð verði sérlega vel að málaflokkum sem tengjast þessum hópum með beinum hætti. Þriðji þráðurinn sem hér verður nefndur snýr að atvinnulífinu. Kröftugt atvinnulíf er grunnurinn að lífvænlegri borg og skilyrði fyrir því að ungt fólk kjósi Reykjavík sem sitt framtíðarheimili. Borgin þarf að stuðla að uppbyggingu fjölbreytts og verðmætaskapandi atvinnulífs og tryggja jafnframt sterka innviði og skilvirkt stjórnkerfi. Með Hugmyndaþinginu á sunnudaginn er kallað eftir kröftum borgarbúa við að móta skýra framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Þar verður jafnframt boðið upp á nokkra stutta, skemmtilega fyrirlestra og hugmyndasmiðjur þar sem íbúar borgarinnar geta komið á framfæri sínum eigin hugmyndum um framtíð borgarinnar. Ég hvet því alla til að líta við í Ráðhúsinu á sunnudaginn og leggja sitt að mörkum til þess að Reykjavík móti sér metnaðarfulla framtíðarsýn um mannvænlega borg. Höfundur er formaður stýrihóps um mótun sóknaráætlunar fyrir Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar