Ánægjuleg tíðindi 30. október 2009 06:00 Þær fréttir að alvarlegum umferðarslysum hefur fækkað frá síðasta ári um tæp 17% eru mjög ánægjulegar. Sérstaklega er vert að benda á þetta því það hefur alls ekki dregið úr umferðinni, nema síður sé. Hvað veldur þessari ánægjulegu þróun? Ákvæði í umferðarlögum um akstursbann vegna umferðarlagabrota þeirra sem eru með bráðabirgðaskírteini eiga örugglega sinn þátt í þessu. Þá er ég líka viss um margir ungir ökumenn gera sér betur grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera úti í umferðinni. Löggæsla og eftirlit hefur líka auðvitað sitt að segja í þessum efnum. Vangaveltur eru einnig um að menn aki betur, lifi hægar í kreppunni og hugsi öðruvísi en þegar mammons dýrkunin og mammons æðið var sem mest. Þeir sem hugsa um hin raunverulegu verðmæti lífsins eru að mínu mati líklegri til að sýna mikla aðgát og árvekni í umferðinni. En hvað sem þessu öllu líður getum við búist við því að þetta verði allt betur greint í slysaskýrslu sem kemur út á vegum Umferðarstofu, væntanlega í febrúar. Eitt langar mig til að minna alla á. En það eru endurskinsmerkin. Ég var á ferð að kvöldlagi í hverfinu mínu fyrir fáeinum dögum og skuggsýnt var orðið. Þarna er 30 km hámarkshraði og þótt ég æki á minni hraða lá allt í einu við slysi því dökkklæddur unglingspiltur stökk allt einu fyrir bílinn. Ég náði sem betur fer að stoppa í tæka tíð, en hefði hraðinn verið meiri er næsta víst að slys hefði orðið. Hér vil ég fullyrða að ég hefði séð drenginn miklu fyrr hefði hann notað endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eru ekki dýr vara og hægt er að verða sér úti um þau á ýmsum stöðum. Ég skora á alla sem eru á ferð í kvölddimmunni að nota endurskinsmerki því þau auka öryggið í umferðinni. Þetta á auðvitað líka við um börnin okkar sem fara í skólann árla morguns áður en dagsbirtu nýtur. Þau geta gleymt sér og hlaupið út á götuna án nokkurs fyrirvara og þá er gott að hafa séð þau áður en maður er kominn alveg að þeim. Endurskinsmerki gegna mjög mikilvægu hlutverki í umferðaröryggi og notkun þeirra getur komið í veg fyrir alvarleg slys, sem alltaf valda ómældum þjáningum. Stuðlum áfram að betri umferðarmenningu og um leið betra lífi. Höfundur er vímuvarnaprestur og formaður Umferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þær fréttir að alvarlegum umferðarslysum hefur fækkað frá síðasta ári um tæp 17% eru mjög ánægjulegar. Sérstaklega er vert að benda á þetta því það hefur alls ekki dregið úr umferðinni, nema síður sé. Hvað veldur þessari ánægjulegu þróun? Ákvæði í umferðarlögum um akstursbann vegna umferðarlagabrota þeirra sem eru með bráðabirgðaskírteini eiga örugglega sinn þátt í þessu. Þá er ég líka viss um margir ungir ökumenn gera sér betur grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera úti í umferðinni. Löggæsla og eftirlit hefur líka auðvitað sitt að segja í þessum efnum. Vangaveltur eru einnig um að menn aki betur, lifi hægar í kreppunni og hugsi öðruvísi en þegar mammons dýrkunin og mammons æðið var sem mest. Þeir sem hugsa um hin raunverulegu verðmæti lífsins eru að mínu mati líklegri til að sýna mikla aðgát og árvekni í umferðinni. En hvað sem þessu öllu líður getum við búist við því að þetta verði allt betur greint í slysaskýrslu sem kemur út á vegum Umferðarstofu, væntanlega í febrúar. Eitt langar mig til að minna alla á. En það eru endurskinsmerkin. Ég var á ferð að kvöldlagi í hverfinu mínu fyrir fáeinum dögum og skuggsýnt var orðið. Þarna er 30 km hámarkshraði og þótt ég æki á minni hraða lá allt í einu við slysi því dökkklæddur unglingspiltur stökk allt einu fyrir bílinn. Ég náði sem betur fer að stoppa í tæka tíð, en hefði hraðinn verið meiri er næsta víst að slys hefði orðið. Hér vil ég fullyrða að ég hefði séð drenginn miklu fyrr hefði hann notað endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eru ekki dýr vara og hægt er að verða sér úti um þau á ýmsum stöðum. Ég skora á alla sem eru á ferð í kvölddimmunni að nota endurskinsmerki því þau auka öryggið í umferðinni. Þetta á auðvitað líka við um börnin okkar sem fara í skólann árla morguns áður en dagsbirtu nýtur. Þau geta gleymt sér og hlaupið út á götuna án nokkurs fyrirvara og þá er gott að hafa séð þau áður en maður er kominn alveg að þeim. Endurskinsmerki gegna mjög mikilvægu hlutverki í umferðaröryggi og notkun þeirra getur komið í veg fyrir alvarleg slys, sem alltaf valda ómældum þjáningum. Stuðlum áfram að betri umferðarmenningu og um leið betra lífi. Höfundur er vímuvarnaprestur og formaður Umferðarráðs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar