Fleiri fréttir

„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“

„Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi.

„Án áhorfenda er ekkert leikhús“

Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður.

Lost-stjarnan Mira Furlan er látin

Króatíska leikkonan Mira Furlan er látin, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5.

Marta María og Páll selja eignina í Fossvoginum

„Lognmolla og kyrrstaða eru ekki til í orðabók okkar Páls. Í öldugangi lífsins getur allt gerst eins og við höfum kynnst með harkalegum hætti. Þrátt fyrir allt heldur lífið áfram og því höfum við ákveðið að flytja. Ef ykkur vantar geggjaða íbúð í Fossvogi þá er þessi komin á sölu,“ skrifar Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, á Mbl.is en hún og Páll Winkel hafa sett jarðhæð sína við Lautarveg í Fossvoginum á sölu.

Högni selur fallega íbúð við Bergstaðastræti

„Nú eru tímamót í lífi mínu og ég kveð heimilið mitt á Bergstaðastræti og eitthvað nýtt og spennandi tekur við. Margar eru minningarnar frá þessum skemmtilega stað þar sem alltaf virtist vera nægileg ástæða til þess að gleðjast og fagna,“ skrifar tónlistarmaðurinn Högni Egilsson í færslu á Facebook.

Glaston­bury-há­tíðin aftur blásin af

Aðstandendur Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar hafa tilkynnt að hátíðin, sem átti að fara fram í sumar, hafi verið blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

„Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“

Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær.

Grínarar á yfirsnúningi með Bernie Sanders

Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, sem fram fóru í nóvember á síðasta ári vakti mikla athygli á innsetningarathöfn Joe Bidens í Washington í gær.

„Grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur“

Jonathan Lancaster fæddist 31. ágúst árið 1984. Hann kom í heiminn með mikinn fæðingargalla og segir í ættleiðingarskjölum hans að foreldrar hans hafi fengið sjokk þegar þau sáu hann og náðu aldrei að mynda nein tengsl við hann. Lancaster segir sögu sína í þættinum Minutes With sem birtist reglulega á Facebook.

Bæði eitt versta og besta ár lífsins

Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni.

„Þetta er komið út fyrir öll vel­sæmis­mörk“

„Ég ætlaði fyrst ekki að gera neinar athugasemdir við þessar sögusagnir því mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur og ég vil ekki taka þátt í svona þvælu,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir um þær sögusagnir að hún og Sólrún Diego væru ekki lengur vinkonur.

Þáttastjórnendur grínast með endalok Trump-tímabilsins

Donald Trump hefur átt í stormasömu sambandi við marga af stjórnendum spjallþátta Bandaríkjanna. Hann hefur deilt opinberlega við einhverja þeirra og gagnrýnt aðra á Twitter. Þeir virðast þó flestir hæstánægðir með að Trump láti af embætti í dag.

„Vildi óska að ég gæti veitt þeim miklu meira“

Í síðustu viku skrifaði María Ósk Jónsdóttir færslu á Facebook þar sem hún biður um hjálp. Hún hefur þurft á tannviðgerð í lengri tíma, finnur fyrir gríðarlegum verkjum næstum daglega en getur ekki stöðu sinnar vegna leyft sér að fara til tannlæknis.

Enginn eytt meiru í breytingar á Hvíta húsinu

Enginn forseti Bandaríkjanna hefur eytt meiri pening í því að endurhanna Hvíta húsið en Donald Trump. Forsetar Bandaríkjanna hafa leyfi til þess að breyta innanhússhönnuninni í húsinu þegar þeir taka við embætti.

„Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið“

Þau voru nokkur Bubbalögin sem gestir Ingó spreyttu sig á í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Söng- og leikkonan Íris Hólm gaf þar ekkert eftir en hér að neðan er hægt að sjá hana syngja Bubbalagið Sumarið er tíminn með miklum krafti og innlifun.

Árið 2020 á veraldarvefnum

Inni á YouTube-síðunni Daily Dose Of Internet koma daglega inn myndbönd þar sem fróðlegir og skemmtilegir molar fá að njóta sín.

Mikið fjör á þorrablóti ÍR

Þorrablót verða haldin með öðru sniði en venjulega nú í ár. Íþróttafélag Reykjavíkur var með þeim fyrstu á landinu til að halda stórt Þorrablót og fór blótið fram á laugardagskvöldið og í beinni á Vísi.

Sigrún Ósk og Jón Þór eiga von á þriðja drengnum

„Þið sem hélduð að við Jón Þór værum bara á leið í golfklúbb og að fá okkur hund getið gleymt því! Fimmti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn og okkar menn urðu dauðfegnir í gær að þurfa ekki að læra að fara í Barbie,“ skrifar fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir í færslu á Facebook en hún og knattspyrnuþjálfarinn Jón Þór Hauksson eiga von á sínu þriðja barni.

Hefur áhrif á alla fjölskylduna

Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis hefur allan sinn starfsferil, 41 ár, unnið með fjölskyldum og börnum sem þurfa á aðstoð eða stuðningi að halda. Þar á meðal eru fjölskyldur langveikra og fatlaðra barna.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.