Lífið

Högni selur fallega íbúð við Bergstaðastræti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Högni selur íbúðina við Bergstaðastræti.
Högni selur íbúðina við Bergstaðastræti. Myndir/fasteignaljósmyndun.is

„Nú eru tímamót í lífi mínu og ég kveð heimilið mitt á Bergstaðastræti og eitthvað nýtt og spennandi tekur við. Margar eru minningarnar frá þessum skemmtilega stað þar sem alltaf virtist vera nægileg ástæða til þess að gleðjast og fagna,“ skrifar tónlistarmaðurinn Högni Egilsson í færslu á Facebook.

Hann hefur sett einstaklega falleg íbúð í miðborginni á sölu en um er að ræða rúmlega sextíu fermetra íbúð á fyrstu hæð.

Húsið var byggt árið 1903 og er ásett verð 42,9 milljónir. Högni er mikill smekkmaður og hefur hann komið sér sérstaklega vel fyrir í þessari fallegu eign eins og sjá má hér að neðan.

Einstaklega fallegt hús í miðborginni.Fasteignaljósmyndun.is
Fallegt heimili þar sem upprunalegt útlit fær að njóta sín.Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er opið og samhliða borðstofunni.Fasteignaljósmyndun.is
Hjónaherbergið er smekklegt og vel hannað.Fasteignaljósmyndun.is
Íbúðin er mjög björt og opin.Fasteignaljósmyndun.is
Fallegur bakgarður.Fasteignaljósmyndun.isFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.