Gekk inn á æfingu og sá Jón Pál deyja: „Maður er ekki skotheldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Magnús Ver varð fjórum sinnum sterkasti maður heims. @snæbjörn Magnús Ver Magnússon er fjórfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Magnús er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“