Lífið

Sýnir tilraunir með vatn í 170 þúsund römmum á sekúndu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf góð myndbönd á síðu Slow Mo Guys.
Alltaf góð myndbönd á síðu Slow Mo Guys.

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Í nýjasta myndbandinu sýnir Gavin skemmtilegar tilraunir þar sem hann sýnir hvernig vatn titrast á ógnarhraða og auk þess sýnir hann frá útkomunni í 170 þúsund römmum á sekúndu.

Tækið sem hann notar í tilrauninni er sérstakt tæki sem notað er til að blanda saman efnum sem blandast illa saman eins og vatn og olía.

Framan á tækinu er stykki sem titrar og það á engum smá hraða. Gav til að mynda sýnir frá því hvernig hann nær að blanda saman olíu og vatn en áður en hann settið allt af stað sat olían ofan á vatninu.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.