Lífið

Daði Freyr þykir líklegastur til að vinna Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið þykja líklegust til að fara alla leið í ár. En það gæti hæglega breyst. Lagið er ekki enn komið út. 
Daði Freyr og Gagnamagnið þykja líklegust til að fara alla leið í ár. En það gæti hæglega breyst. Lagið er ekki enn komið út. 

Eurovision-keppnin mun fara fram í Rotterdam í maí á þessu ári.

Fyrra undankvöldið verður 18. maí, seinna 20. maí og úrslitakvöldið verður síðan 22. maí í Rotterdam í Ahoy höllinni sem tekur 16.000 manns í sæti.

Daði Freyr og Gagnamagnið stíga á sviðið þann 20. maí á seinna undankvöldinu og taka þátt fyrir Íslands hönd.

Eins og staðan er þykir Daði Freyr og Gagnamagnið sigurstranglegust til að fara alla leið í keppninni í ár samkvæmt veðbönkum, þá að lag Íslands sé ekki enn komið út.

Daði vekur sjálfur athygli á þessu á Twitter og segir: „Hættið að telja“.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×