Lífið

Marta María og Páll selja eignina í Fossvoginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg eign í Fossvoginum. 
Virkilega smekkleg eign í Fossvoginum. 

„Lognmolla og kyrrstaða eru ekki til í orðabók okkar Páls. Í öldugangi lífsins getur allt gerst eins og við höfum kynnst með harkalegum hætti. Þrátt fyrir allt heldur lífið áfram og því höfum við ákveðið að flytja. Ef ykkur vantar geggjaða íbúð í Fossvogi þá er þessi komin á sölu,“ skrifar Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, á Mbl.is en hún og Páll Winkel hafa sett jarðhæð sína við Lautarveg í Fossvoginum á sölu.

„Þá er eignin okkar Mörtu Maríu komin á sölu. Frábær eign á mögnuðum stað og ekki skemmir fyrir að allir nágrannar eru af dýrustu sort. Eigum eftir að sakna þessa staðar og stemningar en framundan eru frekari ævintýri með konu og börnum,“ skrifar Páll sjálfur á Facebook.

Um er að ræða hæð með sérinngangi ásamt aukaíbúð í þríbýli. Ásett verð er tæplega 120 milljónir en eignin er 230 fermetrar að stærð.

Húsið var byggt árið 2018 og eru alls fimm svefnherbergi í eigninni.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Húsið var byggt árið 2018.
Falleg setustofa hjá fjölskyldunni.
Eldhúsið er opið og bjart. 
Fallegir svanir í stofunni hjá þeim. 
Opið er á milli eldhússins og borðstofunnar. 
Virklega fallegt baðherbergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×