Lífið

Sjáðu brúðkaupsmyndir Natalie Portman

Meðfylgjandi myndir voru teknar í brúðkaupinu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í brúðkaupinu. myndir/cover media
Natalie Portman gekk í hjónaband með sínum heittelskaða, Benjamin Millepied, við sólarlag í Kaliforníu á laugardaginn.

Það verður sífellt vinsælla meðal ríka og fræga fólksins að gifta sig á einkaheimilum eða afskekktum stöðum og litlar og nánar athafnir virðast vera í tísku um þessar mundir. Það var því ekki við öðru að búast af brúðkaupi hinnar hlédrægu Natalie Portman, 31 árs, og franska dansarans Benjamins Millepied, 35 ára, en að það yrði allt hið innilegasta og krúttlegasta. Athöfnin var að gyðingasið og haldin á einkaheimili í Big Sur í Kaliforníu við sólarlag. Um 100 gestir voru viðstaddir, þar á meðal veldispían Ivanka Trump og barnastjarnan Macaulay Culkin sem hefur verið góður vinur Portman í mörg ár.

Natalie var klædd í krúttlegan hvítan kjól sem þótti mjög í hennar anda. Hann var einfaldur í sniðum og hlutlaus, náði henni rétt niður fyrir hné og var með gegnsæjum síðum ermum. Við kjólinn var hún í hvítum flatbotna tátiljum, með slegið hár, slör og blómakrans.

Maturinn í brúðkaupinu vakti mikla athygli en hann var allur í samræmi við mataræði Portman sem borðar engar dýraafurðir. Til dæmis var engin hefðbundin brúðarterta á boðstólum heldur franskar smákökur sem innihéldu engin röng hráefni.

Natalie og Benjamin kynntust við gerð myndarinnar Black Swan árið 2009 þar sem hann var danshöfundur og hún fór með aðalhlutverkið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Þau eiga eitt barn saman, soninn Aleph sem er 14 mánaða.- tinnaros@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.