Lífið

Simmi og Jói standa vaktina í Eyjum

Athafnamennirnir Simmi og Jói ætla að halda til í Vestmannaeyjum um helgina þar sem þeir munu grilla FABRIKKUHAMBORGARA ofan í svanga þjóðhátíðargesti.

Það er óhætt að segja að þeir séu vel búnir en borgararnir verða eldaðir í þessum glæsilega Ford Econoline árgerð 1991, sem búið er að breyta í fullkomið eldhús á hjólum.

Í bílnum er innflutt glóðagrill sem steikir hamborgarana alveg eins og á Fabrikkunni, frönskupottar eins og þeir gerast bestir og brauðvél sem ristar brauðið eins og á Fabrikkunni.

„Með smíði á þessum bíl, þá erum við færir í að fara hvert á land sem er og munum eflaust gera það sumarið 2013. Eyjar 2012 er frábær eldskírn fyrir bílinn og okkur starfsfólkið," segja þeir Simmi og Jói sem sjálfir munu standa vaktina alla helgina með bros á vör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.