Lífið

Þvílíkur munur

Það er ekki hægt að segja annað en að stílisti bresku söngkonunnar Jessie J, 24 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn með þvílíkum látum þegar lag hennar Do it like a dude sló í gegn sé að standa sig. Söngkonan viðurkennir að hún hafi litið út eins og ódýr teiknimyndafígúra þegar kom að klæðaburði, förðun og hárgreiðslu áður en hún rak stílistann sinn en hún hefur gjörbreytt um stíl eins og sjá má í myndasafninu.

Stílistinn Mr Willet sem sá um útlit söngkonunnar er úti og útlitsráðgjafinn, Cobbie Yate tískumógúll sem kýs að setja í hana hárlengingar og klæða hana í kvenlegan fatnað er inni!

Á myndunum má líka sjá Tom Jones með Jessie og að ekki sé minnst á muninn á söngkonunni sem er þvílíkur svo vægt sé til orða tekið.

Meðfylgjandi má sjá tónlistarmyndbandið Domino með Jessie J.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.