Lífið

Rækjusalat og Ritz-kex í LA

Svala Björgvinsdóttir söngkona stefndi saman nokkrum íslenskum stúlkum sem búsettar eru í Los Angeles og bjó til saumaklúbb.
Svala Björgvinsdóttir söngkona stefndi saman nokkrum íslenskum stúlkum sem búsettar eru í Los Angeles og bjó til saumaklúbb.
„Ég ákvað að bjóða nokkrum íslenskum stelpum sem búa í Los Angeles heim til mín. Við vorum tíu stelpur sem hittumst heima hjá mér þetta kvöld, sumar þekkti ég lítið sem ekkert en aðrar eru mjög góðar vinkonur mínar,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir sem kom á fót íslenskum saumaklúbbi í Los Angeles.

Svala bauð meðal annars til sín æskuvinkonu sinni Dröfn Ösp Snorradóttur, útvarpskonunni Röggu Þórðarson og þríeykinu í stúlknasveitinni The Charlies. Boðið átti sér stað í lok júlí og heppnaðist svo vel að stúlkurnar ætla að reyna að hittast mánaðarlega héðan í frá.

„Stefnan er að gera þetta mánaðarlegt en við sjáum til hvort það gangi upp, við erum allar svo uppteknar. Þetta var ofsalega gaman og manni leið svolítið eins og maður væri kominn heim til Íslands, sérstaklega þegar rækjusalat og Ritz-kex var borið á borð, þá var maður bara kominn heim,“ segir Svala glaðlega og viðurkennir að það hafi verið notalegt að eyða kvöldstund með samlöndum sínum svo fjarri heimahögunum. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.