Lífið

Jakob Frímann og Birna Rún eignast stúlku

mynd/visir.is
„Dásamleg lítil dama fæddist okkur í gærkvöldi. Öllum heilsast vel. Sú dálitla hér í faðmi Jarúnar Júlíu, stóru systur. — með Birna Rún Gísladóttir," skrifar Jakob Frímann Stuðmaður á Facebooksíðuna sína í dag, þar sem hann birti mynd af nýfæddri stúlkunni hans og Birnu Rún Gísladóttur, í faðmi systur sinnar sem er fimm ára gömul.



Stuðmaðurinn prýddi forsíðu Lífsins ásamt hljómsveit allra landsmanna, Stuðmönnum, í síðustu viku - forsíðuviðtalið má lesa hér.

Lífð óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.