Lífið

Tískufrumkvöðull látinn

Anna Piaggi tískufrumkvöðull er látin 81 árs að aldri. Getty/Nordicphotos
Anna Piaggi tískufrumkvöðull er látin 81 árs að aldri. Getty/Nordicphotos
Ítalski tískublaðamaðurinn og frumkvöðullinn Anna Piaggi er látin 81 árs að aldri. Piaggi setti sinn svip á tískuheiminn en hún var með reglulega pistla og tískuþætti í ítalska Vogue og Vanity Fair. Einnig var Piaggi daglegur gestur á götutískubloggum úti um allan heim þar sem fatastíll hennar þótti einstaklega frumlegur og litríkur. Hún var mikill aðdáandi breska fatahönnuðarins Vivianne Westwood og bar yfirleitt skrautleg höfuðföt frá Prudence Millinery.

Piaggi var einnig þekkt fyrir gríðarmikið fatasafn en árið 2006 taldi Victoria & Albert safnið í London saman fatnað Piaggi sem samanstóð þá af 2865 kjólum og 265 pörum af skóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.