Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. desember 2025 11:37 Joakim Vigelius og Juho Eerola lýstu yfir stuðningi við Söruh Dzafce, annar með mynd og hinn með færslu. Finnsk fegurðardrottning, sem var svipt titlinum Ungfrú Finnland í gær vegna rasískrar hegðunar, hefur fengið stuðning frá tveimur finnskum stjórnmálamönnum úr hægriflokknum Sönnum Finnum. Annar birti mynd af sér að gera sig skáeygðan og hinn lýsti því yfir að honum þætti miskunnar- og húmorslaust að svipta hana titlinum. Hin sænsk-kósovska Sarah Dzafce var kjörin Ungfrú Finnland 6. september síðastliðinn og keppti í Ungfrú heimi í lok nóvember. Eftir heimkomuna birti Dzafce mynd af sér á samfélagsmiðlinum Jodel þar sem hún gerði sig skáeygða og skrifaði við hana: „Borðað með Kínverja“. Eins og gefur að skilja vakti gjörningurinn sterk viðbrögð, Dzafce sagðist í fyrstu bara hafa verið að nudda á sér gagnaugun vegna höfuðverkjar en gekkst á endanum við rasísku gríninu og baðst afsökunar. Hún var síðan svipt titlinum á blaðamannafundi í gær og fór hann til þeirrar sem hreppti annað sætið upphaflega. „Ég er Sarah“ Síðdegis í gær breytti finnski þingmaðurinn Juho Eerola prófílmynd sinni á Facebook. Á nýju myndinni mátti sjá hann gera sig skáeygðan á sama máta og fegurðardrottningin hafði gert. Finnski miðillinnHelsingin Sanomat fjallar um málið. Myndin sem Eerola birti á Facebook. Við myndina skrifaði hann „Je Suis Sarah“ eða „Ég er Sarah“ sem er vísun í „Je Suis Charlie“ sem varð að slagorði eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París 2015. Eerola hefur verið í þjóðernissinnaða hægriflokknum Sönnum Finnum frá 2006, var fyrst kjörinn á finnska þingið 2011 og hefur jafnframt verið í leiðtogahlutverkum innan flokksins. Eitt helsta baráttumál flokksins er að hefta straum innflytjenda til landsins. Hakkarahópurinn Anonymous lak árið 2011 umsóknum í nýnasistahópinn Norðurvígi og reyndist aðstoðarmaður Eerola, Ulla Pyysalo, hafa sótt um. Eerola sjálfur hafði verið meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum Suomen Sisu en sagði sig úr þeim því honum fannst þátttaka hans í samtökunum notuð sem vopn gegn Sönnum Finnum. Miskunnarlaust, teprulegt og húmorslaust Eerola er ekki sá eini úr Sönnum Finnum sem hefur tjáð sig um málið. Joakim Vigelius, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar hans, tjáði sig um málið á X (Twitter) og Instagram. Hann sagði þar að fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfið í dag einkenndist af miskunnarleysi. Fólk mætti ekki gera mistök, tala frjálslega, grínast eða móðga neinn, annars verði það traðkaða ofan í jörðina. Fólk mætti ekki grínast lengur og spurði hann svo hvort fólki þætti það sanngjarnt að Dzafce hefði verið svipt titlinum vegna þessa. „Mér finnst það ekki. Mér finnst þetta sjúkt. Teprulegt, húmorslaust og umfram allt miskunnarlaust. Og ég er ekki bara að tala um fegurðarsamkeppnishneykslið heldur stöðugar nornaveiðarnar og móralska rausið.“ View this post on Instagram A post shared by Joakim Vigelius (@joakimvigelius) Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Hin sænsk-kósovska Sarah Dzafce var kjörin Ungfrú Finnland 6. september síðastliðinn og keppti í Ungfrú heimi í lok nóvember. Eftir heimkomuna birti Dzafce mynd af sér á samfélagsmiðlinum Jodel þar sem hún gerði sig skáeygða og skrifaði við hana: „Borðað með Kínverja“. Eins og gefur að skilja vakti gjörningurinn sterk viðbrögð, Dzafce sagðist í fyrstu bara hafa verið að nudda á sér gagnaugun vegna höfuðverkjar en gekkst á endanum við rasísku gríninu og baðst afsökunar. Hún var síðan svipt titlinum á blaðamannafundi í gær og fór hann til þeirrar sem hreppti annað sætið upphaflega. „Ég er Sarah“ Síðdegis í gær breytti finnski þingmaðurinn Juho Eerola prófílmynd sinni á Facebook. Á nýju myndinni mátti sjá hann gera sig skáeygðan á sama máta og fegurðardrottningin hafði gert. Finnski miðillinnHelsingin Sanomat fjallar um málið. Myndin sem Eerola birti á Facebook. Við myndina skrifaði hann „Je Suis Sarah“ eða „Ég er Sarah“ sem er vísun í „Je Suis Charlie“ sem varð að slagorði eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París 2015. Eerola hefur verið í þjóðernissinnaða hægriflokknum Sönnum Finnum frá 2006, var fyrst kjörinn á finnska þingið 2011 og hefur jafnframt verið í leiðtogahlutverkum innan flokksins. Eitt helsta baráttumál flokksins er að hefta straum innflytjenda til landsins. Hakkarahópurinn Anonymous lak árið 2011 umsóknum í nýnasistahópinn Norðurvígi og reyndist aðstoðarmaður Eerola, Ulla Pyysalo, hafa sótt um. Eerola sjálfur hafði verið meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum Suomen Sisu en sagði sig úr þeim því honum fannst þátttaka hans í samtökunum notuð sem vopn gegn Sönnum Finnum. Miskunnarlaust, teprulegt og húmorslaust Eerola er ekki sá eini úr Sönnum Finnum sem hefur tjáð sig um málið. Joakim Vigelius, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar hans, tjáði sig um málið á X (Twitter) og Instagram. Hann sagði þar að fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfið í dag einkenndist af miskunnarleysi. Fólk mætti ekki gera mistök, tala frjálslega, grínast eða móðga neinn, annars verði það traðkaða ofan í jörðina. Fólk mætti ekki grínast lengur og spurði hann svo hvort fólki þætti það sanngjarnt að Dzafce hefði verið svipt titlinum vegna þessa. „Mér finnst það ekki. Mér finnst þetta sjúkt. Teprulegt, húmorslaust og umfram allt miskunnarlaust. Og ég er ekki bara að tala um fegurðarsamkeppnishneykslið heldur stöðugar nornaveiðarnar og móralska rausið.“ View this post on Instagram A post shared by Joakim Vigelius (@joakimvigelius)
Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira