Lífið

Rokkhátíð á Dillon um helgina

Mynd tekin á Dillon um verslunarmannahelgina í fyrra.
Mynd tekin á Dillon um verslunarmannahelgina í fyrra.
Rokk Festival veitingahússins Dillon verður haldið eins og undanfarin ár um verslunarmannahelgina. Um er að ræða sjöundu útihátíð veitingahússins og má segja að tónlistarsenan sé með flottara móti þetta árið eins og segir í tilkynningu staðarins.

Miklar endurbætur hafa orðið á efri hæð Dillons og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hljómsveitir og tónlistarfólk sem koma fram á hátíðinni eru Brain Police, Mínus, Lay Low, Leaves, Kiryama Family, The Vinage Caravan, Tilbury, Q 4u, Dúkkulísurnar, Urban Lumber, The Wicked Strangers, Dorian Gray, Why not Jack, The Young and carefree, Finnegan, Two Tickets to Japan ásamt fleiri böndum.

Armbönd eru seld inn á staðinn fyrir krónur 3500 fyrir öll kvöldin yfir verslunarmannahelgina en stakt kvöld kostar 1500 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.