Fleiri fréttir

Hættu að tuða og láttu dekra almennilega við þig

Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld á Hótel Loftleiðum þegar Sóley Elíasdóttir leikkona sem framleiðir Sóley organics lífrænar húðvörur og Þórhalla Ágústsdóttir snyrtifræðimeistari opnuðu nýja heilsulind sem ber heitið Sóley Natura Spa. Sóley Natura Spa á Facebook.

Pacino í Lennon-mynd

Al Pacino er í viðræðum við handritshöfundinn og leikstjórann Dan Fogelman um að leika í kvikmynd hans Imagine. Myndin segir frá skallarokkara sem fær bréf frá John Lennon, fjörutíu árum eftir að það var skrifað, og ákveður að breyta lífi sínu með því hafa uppi á syni sínum. Upphaflega stóð til að Steve Carell léki í myndinni en hann forfallaðist sökum anna á öðrum vígstöðvum.

Skjólstæðingur Jay-Z ákærður fyrir skotárás

Rapparinn K Koke, breskur skjólstæðingur Jay-Z, hefur verið ákærður fyrir morðtilraun. K Koke er nú í gæsluvarðhaldi sakaður um aðild að skotárás á Harlesden-lestarstöðinni í mars. Hann er 25 ára gamall og er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Roc Nation, sem er stýrt af rapparanum Jay-Z.

Walker í T:5

Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Empire er nýjasta kjaftasagan í Hollywood sú að Paul Walker eigi að leika aðalhlutverkið í fimmtu Tortímandamyndinni. Upphaflega stóð til að Arnold Schwarzenegger sneri aftur á hvíta tjaldið í þessari mynd en horfið var frá þeirri hugmynd.

Þriðja barnið hjá Connelly

Leikkonan Jennifer Connelly og eiginmaður hennar, leikarinn Paul Bettany, eignuðust dóttur á dögunum. Fyrir áttu hjónin hinn sjö ára gamla Stellan, en Connelly átti einnig hinn þrettán ára gamla Kai með fyrrum kærasta sínum, David Dugan. Dóttirin hefur hlotið nafnið Agnes Lark, en leikkonan fæddi hana á heimili hjónanna í New York. „Öllum heilsast vel,“ sagði talsmaður leikkonunnar.

Æi þetta hefur verið sárt (myndband)

Söngkonan Shania Twain hló og brosti blítt þrátt fyrir að hafa misstigið sig illa á CMT tónlistarhátíðinni. Söngkonan rifjar upp fallið og lætur aðdáendur sína vita á vefsíðunni sinni að hún er líkamlega í lagi eftir að hún datt illa í beinni útsendingu eins og sjá má hér.

Eva Longoria búin að læra táknmál

Eva Longoria hefur nú lært táknmál til þess að ná til heyrnarlausra aðdáenda sinna, en hún gaf nýlega út uppskriftabókina Eva‘s Kitchen. "Fjölmargir heyrnarlausir einstaklingar hafa keypt eintak af bókinni minni og ég hef náð að tala til þeirra með táknmáli um uppáhalds uppskriftirnar og hvað þeir eigi að elda,“ sagði Longoria á hátíðarsamkomu um helgina. Hún sagðist þekkja vel þá tilfinningu að tilheyra minnihlutahópi. "Margir innan minnar fjölskyldu tilheyra minnihlutahópi og það gleður mig að geta talað þeirra máli,“ sagði Longoria.

Reese framleiðir næstu mynd sjálf

Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon hyggst framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Who Invited Her? Kvikmyndaverin Sony, Paramount og Dreamworks börðust hatrammlega um myndina en að endingu hreppti síðastnefnda fyrirtækið hnossið.

Kjóstu þína Sloggi stúlku

Útvarpsstöðin FM957 og undirfataframleiðandinn Sloggi leita að Sloggi stúlku 2011. Þær Aldís, Arna, Dísa, Emma, Hafdís, Hildur, Þórdís og Þorgerður sem skoða má í myndasafni berjast um titilinn. Veldu þína Sloggi stúlku með því að kjósa hér.

Glíman við karlmennskuna

Fjórir karlmenn halda af stað í ferðalag til Taílands vitandi að einn þeirra á eftir að reka einhvern af hinum þremur. Þannig hljómar söguþráðurinn í nýju verki sem sett verður upp í Austurbæ.

Gerir mynd um Taylor og Burton

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Martin Scorsese hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Furious Love en hún fjallar um stormasamt samband kvikmyndastjarnanna Elizabeth Taylor og Richard Burton.

Rómantíkin allsráðandi

Leikkonan Blake Lively, 23 ára, og leikarinn Leonardo DiCaprio, 36 ára, leiddust á götum Monte Carlo í Mónakó eins og myndirnar sýna greinilega. Sagan segir að Leonardo kynni Blake fyrir öllum sem kærustuna sína. Parið spókaði sig líka um á Ítalíu eins og sjá má hér.

Emmu Watson var ekki strítt

Harry Potter leikkonan Emma Watson tjáir sig um brotthvarf sitt úr Brown-háskólanum í viðtali við tímaritið Style, fylgirit Sunday Times. Hin 21 árs gamla leikkona hætti í skólanum í apríl síðastliðnum. Þá greindu fjölmiðlar frá því að henni hefði verið strítt á frægð sinni og þess vegna hefði hún hrakist úr skólanum. Watson segir það ekki rétt.

Frægir spreyta sig í útvarpi

„Við Andri þurfum nú að fara í sumarfrí eins og aðrir, og gerum það bara hvort í sínu laginu og fáum til okkar þekkta gestastjórnendur í staðinn,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, annar stjórnenda þáttanna Virkra morgna á Rás 2.

Alvöru íslensk tónlistarhátíð

Besta útihátíðin hefur blásið út og er að breytast í alvöru tónlistarhátíð að erlendri fyrirmynd. Hátíðin á að verða að árlegum viðburði.

Enn ein geirvartan í beinni

Kardashian fjölskyldan veit vissulega hvernig fanga á athyglina. Einn fjölskyldumeðlimurinn, Khloe Kardashian, gerði það svo sannarlega í bandaríska sjónvarpsþættinum Fox and Friends í fyrradag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sýndi Khloe á sér hægri geirvörtuna í miðju viðtali og það í beinni. Þá má sjá fleiri myndir af Khloe í myndasafni.

Stjörnurnar fagna með Emmsjé Gauta

Rapparinn Emmsjé Gauti fagnar útgáfu plötunnar Bara ég með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þúsund krónur kostar inn á tónleikana og húsið verður opnað klukkan 21.30.

Skotin í Bretaprinsi

Söngkonan Adele segist gjarnan vilja fara út með Harry Bretaprins og telur að þau myndu ná vel saman. „Ég er að eltast við Harry Bretaprins. Ég sagðist aldrei ætla að fara út með rauðhaus, en þetta er Bretaprinsinn!“ sagði söngkonan í viðtali við tímaritið Glamour. Þrátt fyrir að vilja fara út með prinsinum er Adele lítið fyrir að opinbera einkalíf sitt. „Ég hef farið á nokkur stefnumót með þekktum einstaklingum en mér líkar ekki öll sú athygli sem þeim fylgir.“

Sökuð um framhjáhald

Tímaritið In Touch Weekly heldur því fram að Kim Kardashian hafi haldið framhjá núverandi unnusta sínum Kris Humphries með NFL-stjörnunni Bret Lockett og að framhjáhaldið hafi staðið yfir í fimm mánuði. Talsmenn raunveruleikastjörnunnar segja sögusagnirnar fráleitar og segja að Kardashian hafi ekki einu sinni heyrt á manninn minnst áður. Annað segir Bret Lockett sjálfur, sem lætur hafa eftir sér í viðtali við blaðið að Kardashian hafi verið sú sem sótti í hann. „Ég vissi að þetta væri leikur hjá henni. Þetta er það sem hún gerir,“ sagði leikmaðurinn í viðtalinu. Á forsíðu In Touch er einnig tekið fram að Kardashian og Lockett hafi stundað símakynlíf og sent dónaleg smáskilaboð sín á milli. Kim Kardashian ætlar að lögsækja blaðið og meintan ástmanninn fyrir ummælin.

Bera hag Íslands fyrir brjósti

Núningurinn milli búlgarska tónleikahaldarans og Íslandsstofu virðist til lykta leiddur. Tónleikahaldarinn lofar góðu stuði og segist aðeins hafa ætlað að kynna Ísland og íslenska menningu.

Brúðarmær í krísu

Undirbúningur brúðkaups getur verið skrautlegur, en því fær Annie Walker að kynnast þegar hún tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar. Með vinsælustu grínleikkonu Bandaríkjanna í fararbroddi, Kristen Wiig, fær myndin Bridesmaids góða dóma gagnrýnenda.

Sonur Nicolas Cage snappar

Sonur leikarans, Nicolas Cage, Weston Cage fór yfir um í dag. Drengurinn gjörsamlega snappaði þegar þjálfarinn hans bannaði honum að panta mat af matseðli á veitingahúsi. Þá réðst Weston á þjálfarann sem náði að yfirbuga drenginn sem nánast froðufelldi af reiði. Þá reyndu nærstaddir að róa Weston niður en ekkert gekk í þeim efnum. Vitni segja Weston hafa verið í vímu. Þá mætti lögreglan á svæðið, handjárnaði Weston og kom honum í læknishendur. Nicolas Cage, vitjaði sonar síns á spítalann og ætlar að vera hjá honum eins lengi og hann þarf á honum að halda.

Hvað ertu að pæla og þú sem ert nýtrúlofuð?

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian er sögð hafa haldið framhjá unnusta sínum Kris Humphries með NFL spilaranum Bret Lockett. Krim og Kris trúlofuð sig í lok maí á þessu ári en trúlofunarhringurinn sem skoða má í myndasafni kostaði litlar 228 milljónir íslenskar kr. Það svoleiðis sýður á Kim yfir forsíðufréttinni sem hún segir vera bull frá a-ö. Kim er staðráðin í að kæra InTouch tímaritið og Bret Lockett. Ég vissi að þetta (kynlífið) var leikur í hennar huga. Hún þvingaði mig í að vera með sér, læstur Bret hafa eftir sér í InTouch.

Sér sjálfan sig í Viggó viðutan

Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 2, segist eiga ýmislegt sameiginlegt með hinum skrautlega Viggó viðutan og leitar nú logandi ljósi að bókum um myndasöguhetjuna sem Freyr segir vera hálfgerðan tvífara sinn.

Ýr fundaði með Barney's

Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína bæði hér heima og úti í heimi. Bandarískt upplýsingafyrirtæki hreifst svo af hönnun Ýrar á RFF-tískuhátíðinni að það hefur boðist til að sjá alfarið um allt sem viðkemur umfjöllun og útliti merkisins.

Leo taktu af henni myndavélina... núna!

Leikkonan Blake Lively og leikarinn og Leonardo DiCaprio upplifðu saman Veronu á Ítalíu um helgina þar sem hún sá um að taka myndir af því sem fyrir augu bar á iPhone-inn sinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Blake heldur því fram að nakta konan sem myndar sjálfa sig eins og sjá má hér sé ekki hún. Slúðurmiðlar halda því hinsvegar fram að hún hafi myndað sig nakta. Þá eru getgátur uppi um að þessar símamyndir voru sendar áfram á leikarann Ben Affleck.

Var einhver að tala um lýtaaðgerðir?

Í meðfylgjandi myndskeiði má greinilega sjá að stjörnurnar í Hollywood hafa látið tjasla allverulega upp á útlitið með aðstoð lýtalækna. Sjón er sögu ríkari.

Paris Hilton grilluð í beinni

Paris Hilton kynnti nýja raunveruleikaþáttinn sinn í bandaríska sjónarpsþættinum The View þar sem Whoopi Goldberg spyr Paris meðal annars af hverju í ósköpunum hún leggi áherslu á að versla og grínast í raunveruleikaþættinum sínum þrátt fyrir þá staðreynd að hún er vel gefin kona sem vill láta gott af sér leiða. Paris svarar fullum hálsi eins og sjá má í myndskeiðinu: Þó ég grínist er ekki þar með sagt að mér sé alvara með því. Paris og móðir hennar bókstaflega brjáluðust eftir útsendinguna út af óundirbúnum spurningunum sem rigndu yfir þær í umræddum þætti.

Útidúr safnar fyrir ferð til Þýskalands

Hljómsveitin Útidúr kemur fram á tónleikum á Faktorý annað kvöld ásamt Sóleyju, Jóni Þór og hljómsveitinni Nolo. Þúsund krónur kostar inn á tónleikana, en allur ágóðinn rennur í ferðasjóð Útidúrs sem kemur fram á fernum tónleikum í Þýskalandi í júní.

Fáránlega flottar eftir fertugt

Leikkonan Demi Moore, 48 ára, og söngkonan Jennifer Lopez, 41 árs, stilltu sér upp á rauða dreglinum á góðgerðarsamkomu í New York í gærkvöldi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna geisluðu þær sem aldrei fyrr. Demi klæddist Louis Vuitton kjól og Jimmy Choo skóm.

Inspired by Iceland misnotað í Búlgaríu

"Ég var bara bókaður í gegnum umboðsskrifstofuna mína,“ segir Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær stendur til að halda upp á þjóðhátíðardag Íslendinga á offiseraklúbbi í Sofíu hinn 17. júní eins og lög gera ráð fyrir.

Þú vissir að dressið er götótt er það ekki?

Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr, 28 ára, stillti sér upp fyrir nærstadda ljósmyndara í New York síðasta mánudag. Miranda var stórglæsileg með hárið tekið aftur í Michael Kors fatnaði frá toppi til táar. Um var að ræða svartan þröngan topp og skósítt pils. Þá má sjá Miröndu stilla sér upp með hönnuðinum sjálfum, Michael, og leikkonunni Ashley Greene. Í myndasafni má einnig sjá hana ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Orlando Bloom.

Gunnar stóð við stóru orðin

"Þetta er eitthvað sem þjóðin verður að vita. Ég stóð við stóru orðin,“ segir Gunnar Hansson leikari.

Syrgja Norman saman

Tímarit hið vestra greindu nýverið frá því að hundur leikkonunnar Jennifer Aniston væri dauður. Hundurinn Norman var orðinn fjörgamall og saknar leikkonan hans sárt.

Blake er sinn eigin stílisti

Blake Lively er ein af fáum leikkonum sem njóta ekki aðstoðar stílista þegar hún sækir opinberar samkomur.

Giftast á Playboysetrinu

Hugh Hefner, 84 ára, og unnusta hans, Crystal Harris, 24 ára, hafa staðfest að brúkaupið fari fram 18. júní næstkomandi á Playboysetrinu. Athöfnin verður innileg í návist góðra vina. Þetta verður sérstök einlæg stund, sagði Hugh en Crystal ætlar að klæðast Romona Keveza kjól þegar hún gengur að eiga gamla manninn sem bað hennar á jóladag. Sagan segir að þau bjóði innan við 300 mans í brúðkaupið.

Þetta eru kjólarnir sem stílistarnir drulla yfir

Selena Gomez sem var klædd í Giambattista Valli blússu, Kristen Stewart í Balmain kjól og Emma Watson sem klæddist Marchesa kjól voru allar gagnrýndar fyrir ósmekklegan klæðnað á MTV hátíðinni síðasta sunnudagkvöld. Þá voru fleiri leikkonur sem féllu ekki í kramið hjá stílistunum vestan hafs þegar kom að klæðnaði eins og Leighton Meester, Emmu Stone, Nikki Reed, Lil Mama, Elle Fanning og Reese Witherspoon. Þær má skoða betur í myndasafni.

Gallinn er gegnsær stelpa

Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni Lady Gaga, 25 ára, á CFDA verðlaunahátíðinni í New York þar sem hún var heiðruð fyrir að vera lifandi tískutákn. Eins og myndirnar sýna klæddist Lady Gaga gegnsæjum galla og athyglisverðum skóm. Söngkonan hafði vit á því að klæðast g-streng undir gallanum og hylja geirvörturnar.

Koma á tveimur einkaþotum

Liðsmenn hljómsveitarinnar Eagles mæta til landsins á tveimur einkaþotum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir æfa á sviðinu í Nýju Laugardalshöllinni á morgun fyrir tónleikana á fimmtudag.

Já var það ekki kynlíf uppáhalds íþróttin

Leikkonan Cameron Diaz, 38 ára, skemmti sér vel með leikaranum Jason Segel á MTV tónlistarhátíðinni síðasta sunnudag eins og meðfylgjandi myndir sýna greinilega. Cameron, sem er nýhætt með hafnarboltaspilaranum Alex Rodriguez, er óhrædd að viðurkenna opinberlega að kynlíf er uppáhalds íþróttin hennar.

Hættir loksins að klára appelsínusafa mömmu

„Það eru allir að tala um að ég sé brjálaður að flytja út frá mömmu fyrir þrítugt,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín og starfsmaður Senu.

Sjá næstu 50 fréttir