Lífið

Útidúr safnar fyrir ferð til Þýskalands

Á ferð og flugi Hljómsveitin Útidúr kemur fram á fernum tónleikum á fjórum dögum í Þýskalandi í júní og hyggst safna fyrir ferðalaginu með tónleikum á Faktorý annað kvöld.
Á ferð og flugi Hljómsveitin Útidúr kemur fram á fernum tónleikum á fjórum dögum í Þýskalandi í júní og hyggst safna fyrir ferðalaginu með tónleikum á Faktorý annað kvöld.
Hljómsveitin Útidúr kemur fram á tónleikum á Faktorý annað kvöld ásamt Sóleyju, Jóni Þór og hljómsveitinni Nolo. Þúsund krónur kostar inn á tónleikana, en allur ágóðinn rennur í ferðasjóð Útidúrs sem kemur fram á fernum tónleikum í Þýskalandi í júní.

Ferðalag Útidúrs hefst í München 22. júní. Þaðan liggur leiðin til Halle daginn eftir. Hljómsveitin kemur svo fram á tónlistarhátíðinni Umsont und Draussen í Würsburg 24. júní, en Útidúr lokar kvöldinu á aðalsviði hátíðarinnar. Síðustu tónleikarnir verða svo í Hamborg 25. júní. Sem sagt, fernir tónleikar á fjórum dögum.

Þetta verða fyrstu tónleikar Útidúrs utan landsteinanna. Styrktartónleikarnir á Faktorý á morgun hefjast klukkan 22, en húsið opnar klukkutíma fyrr. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.