Lífið

Gerir mynd um Taylor og Burton

Á hvíta tjaldið Samband Richards Burton og Elisabeth Taylor verður brátt að kvikmynd í leikstjórn Martins Scorsese.
Á hvíta tjaldið Samband Richards Burton og Elisabeth Taylor verður brátt að kvikmynd í leikstjórn Martins Scorsese.
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Martin Scorsese hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Furious Love en hún fjallar um stormasamt samband kvikmyndastjarnanna Elizabeth Taylor og Richard Burton.

Taylor og Burton giftust í tvígang. Fyrra hjónabandið entist í tíu ár, frá 1964 til 1974 en það seinna stóð yfir í aðeins nokkra mánuði, frá október 1975 til júlí 1976. Samband þeirra hjóna var með eindæmum viðburðaríkt og telja margir að þau hafi hreinlega fært það upp á hvíta tjaldið í kvikmyndinni Who‘s Afraid of Virginiu Wolf.

Burton, sem var alla tíð mikill drykkjumaður, sagði eitt sinn að það væri hreinasta firra að konan sín væri fallegasta kona heims. „Hún hefur yndisleg augu en hún er með undirhöku, ljót brjóst og fremur stutta fætur.“ Taylor lét þetta ekki á sig fá heldur lýsti því yfir að hún hefði aldrei elskað neinn mann, þrátt fyrir sín átta hjónabönd, eins og Burton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.