Sér sjálfan sig í Viggó viðutan 8. júní 2011 15:30 Freyr fer ekki í neinar grafgötur með það að Viggó sé andlegur leiðtogi hans. Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 2, segist eiga ýmislegt sameiginlegt með hinum skrautlega Viggó viðutan og leitar nú logandi ljósi að bókum um myndasöguhetjuna sem Freyr segir vera hálfgerðan tvífara sinn. Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson auglýsti í gær á flóamarkaði Andra Freys og Gunnu Dísar á Rás 2 eftir Viggó-bókum og býðst til að kaupa þær. Freyr fer ekki í neinar grafgötur með það að Viggó sé andlegur leiðtogi hans. „Viggó lætur sér aldrei leiðast, hefur gaman af lífinu, spilar á asnalegt hljóðfæri, gerir ekkert í vinnunni, truflar aðra og pirrar yfirmenn sína óendanlega án þess þó að vera rekinn. Alveg eins og ég," segir Freyr. „Ekki skemmir heldur fyrir að sætasta stelpan í bókunum, hinn nafnlausi ritari, er nauðalík konunni minni." Freyr las Viggó-bækurnar þegar hann var yngri en þegar aldurinn færðist yfir missti útvarpsmaðurinn sjónar af snilldinni. „Ég gaf frænda mínum allar Viggó-bækurnar mínar þegar ég var tólf ára en hef svo verið að reyna að eignast þær aftur." Hann lýsir því yfir að þetta séu einfaldlega sígildar bókmenntir. „Þrjár myndasögur virðast hafa staðist tímans tönn, það er Tinni, Ástríks-bækurnar og svo Viggó," útskýrir Freyr og bætir því við að síðasttalda persónan sé í eftirlæti hjá sér sökum þess að þær bækur skarti skemmtilegum aukapersónum, séu vel teiknaðar og einfaldlega ótrúlega fyndnar. Freyr hefur ekki haft erindi sem erfiði við að hafa upp á Viggó-bók en í þeim töluðu orðum röltir fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon fram hjá og skýtur því að Frey að hann eigi flestar ef ekki allar Viggó-bækurnar, þær séu kyrfilega geymdar ofan í kassa. „Og viltu ekki selja mér þær?," spyr Freyr, vongóður um að Ingólfur kenni í brjósti um sig og Viggó-leysi sitt. En svar Ingólfs reynist vera neikvætt. „Ég vil bara hvetja bókaútgefendur til að gefa þessar bækur aftur út. Og þeir sem eiga þessar bækur og vilja losa sig við þær mega endilega hafa samband við mig," segir Freyr. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 2, segist eiga ýmislegt sameiginlegt með hinum skrautlega Viggó viðutan og leitar nú logandi ljósi að bókum um myndasöguhetjuna sem Freyr segir vera hálfgerðan tvífara sinn. Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson auglýsti í gær á flóamarkaði Andra Freys og Gunnu Dísar á Rás 2 eftir Viggó-bókum og býðst til að kaupa þær. Freyr fer ekki í neinar grafgötur með það að Viggó sé andlegur leiðtogi hans. „Viggó lætur sér aldrei leiðast, hefur gaman af lífinu, spilar á asnalegt hljóðfæri, gerir ekkert í vinnunni, truflar aðra og pirrar yfirmenn sína óendanlega án þess þó að vera rekinn. Alveg eins og ég," segir Freyr. „Ekki skemmir heldur fyrir að sætasta stelpan í bókunum, hinn nafnlausi ritari, er nauðalík konunni minni." Freyr las Viggó-bækurnar þegar hann var yngri en þegar aldurinn færðist yfir missti útvarpsmaðurinn sjónar af snilldinni. „Ég gaf frænda mínum allar Viggó-bækurnar mínar þegar ég var tólf ára en hef svo verið að reyna að eignast þær aftur." Hann lýsir því yfir að þetta séu einfaldlega sígildar bókmenntir. „Þrjár myndasögur virðast hafa staðist tímans tönn, það er Tinni, Ástríks-bækurnar og svo Viggó," útskýrir Freyr og bætir því við að síðasttalda persónan sé í eftirlæti hjá sér sökum þess að þær bækur skarti skemmtilegum aukapersónum, séu vel teiknaðar og einfaldlega ótrúlega fyndnar. Freyr hefur ekki haft erindi sem erfiði við að hafa upp á Viggó-bók en í þeim töluðu orðum röltir fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon fram hjá og skýtur því að Frey að hann eigi flestar ef ekki allar Viggó-bækurnar, þær séu kyrfilega geymdar ofan í kassa. „Og viltu ekki selja mér þær?," spyr Freyr, vongóður um að Ingólfur kenni í brjósti um sig og Viggó-leysi sitt. En svar Ingólfs reynist vera neikvætt. „Ég vil bara hvetja bókaútgefendur til að gefa þessar bækur aftur út. Og þeir sem eiga þessar bækur og vilja losa sig við þær mega endilega hafa samband við mig," segir Freyr. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira