Coldplay hafnar ásökunum um að nýja lagið sé stolið 8. júní 2011 09:00 Enn og aftur hefur breska hljómsveitin Coldplay verið sökuð um lagastuld. Í þetta skipti voru Chris Martin og félagar búnir að baktryggja sig, en nýtt lag Coldplay er byggt á lagi frá 1976. Breska hljómsveitin Coldplay hefur hafnað ásökunum um að nýja lagið, Every Teardrop Is a Waterfall, sé stolið. Talsmaður hljómsveitarinnar hefur staðfest að lagið sé undir áhrifum danssmellsins Ritmo de la Noche, frá árinu 1990, en það er byggt á laginu I Go to Rio frá árinu 1976. Höfundar I Go to Rio, þeir Peter Allen og Adrienne Anderson, eru því skráðir meðhöfundar Every Teardrop Is a Waterfall og fá greidd höfundaréttarlaun samkvæmt því. Netheimar voru fljótir að bregðast við þegar Coldplay sendi frá sér lagið Every Teardrop Is a Waterfall fyrir helgi. Bloggarar bentu á líkindi lagsins og Ritmo de la Noche eftir hljómsveitina Mystic. Færri vissu að það er byggt á laginu I Go to Rio, en það var var gríðarlega vinsælt í Ástralíu á sínum tíma og listamenn á borð við Peggy Lee, Claude François og Prúðuleikarana tóku upp eigin útgáfur af laginu. „Allen og Anderson eru skráðir meðhöfundar Every Teardrop Is a Waterfall," sagði talsmaður Coldplay í yfirlýsingu á dögunum. „Chris [Martin, forsprakki Coldplay] samdi lagið eftir að hann sá myndina Biutiful eftir Alejandro González Iñárritu. Í næturklúbbsatriði í myndinni hljómar lagið Ritmo de la Noche í bakgrunni." Meðlimir Coldplay hafa áður verið sakaðir um að fara frjálslega með höfundarverk annarra. Þegar hljómsveitin sendi frá sér lagið Viva la Vida fyrir þremur árum sakaði bandaríski tónlistarmaðurinn Joe Satriani þá Chris Martin og félaga um að stela lagi sínu If I Could Fly frá árinu 2004. Þrátt fyrir að meðlimir Coldplay hafi sagt að um tilviljun væri að ræða var samið um málið utan dómstóla árið 2009. Cat Stevens hefur einnig sakað Coldplay um lagastuld og lagahöfundurinn Dan Gallagher hefur sakað hljómsveitina um myndbandsstuld. Hvorugt málanna endaði fyrir dómi. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Enn og aftur hefur breska hljómsveitin Coldplay verið sökuð um lagastuld. Í þetta skipti voru Chris Martin og félagar búnir að baktryggja sig, en nýtt lag Coldplay er byggt á lagi frá 1976. Breska hljómsveitin Coldplay hefur hafnað ásökunum um að nýja lagið, Every Teardrop Is a Waterfall, sé stolið. Talsmaður hljómsveitarinnar hefur staðfest að lagið sé undir áhrifum danssmellsins Ritmo de la Noche, frá árinu 1990, en það er byggt á laginu I Go to Rio frá árinu 1976. Höfundar I Go to Rio, þeir Peter Allen og Adrienne Anderson, eru því skráðir meðhöfundar Every Teardrop Is a Waterfall og fá greidd höfundaréttarlaun samkvæmt því. Netheimar voru fljótir að bregðast við þegar Coldplay sendi frá sér lagið Every Teardrop Is a Waterfall fyrir helgi. Bloggarar bentu á líkindi lagsins og Ritmo de la Noche eftir hljómsveitina Mystic. Færri vissu að það er byggt á laginu I Go to Rio, en það var var gríðarlega vinsælt í Ástralíu á sínum tíma og listamenn á borð við Peggy Lee, Claude François og Prúðuleikarana tóku upp eigin útgáfur af laginu. „Allen og Anderson eru skráðir meðhöfundar Every Teardrop Is a Waterfall," sagði talsmaður Coldplay í yfirlýsingu á dögunum. „Chris [Martin, forsprakki Coldplay] samdi lagið eftir að hann sá myndina Biutiful eftir Alejandro González Iñárritu. Í næturklúbbsatriði í myndinni hljómar lagið Ritmo de la Noche í bakgrunni." Meðlimir Coldplay hafa áður verið sakaðir um að fara frjálslega með höfundarverk annarra. Þegar hljómsveitin sendi frá sér lagið Viva la Vida fyrir þremur árum sakaði bandaríski tónlistarmaðurinn Joe Satriani þá Chris Martin og félaga um að stela lagi sínu If I Could Fly frá árinu 2004. Þrátt fyrir að meðlimir Coldplay hafi sagt að um tilviljun væri að ræða var samið um málið utan dómstóla árið 2009. Cat Stevens hefur einnig sakað Coldplay um lagastuld og lagahöfundurinn Dan Gallagher hefur sakað hljómsveitina um myndbandsstuld. Hvorugt málanna endaði fyrir dómi. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira