Lífið

Sökuð um framhjáhald

Segist alsaklaus Tímaritið In Touch Weekly sakar Kim Kardashian um framhjáhald í næsta tölublaði sínu. Kardashian neitar því alfarið og undirbýr lögsókn.
Segist alsaklaus Tímaritið In Touch Weekly sakar Kim Kardashian um framhjáhald í næsta tölublaði sínu. Kardashian neitar því alfarið og undirbýr lögsókn.
Tímaritið In Touch Weekly heldur því fram að Kim Kardashian hafi haldið framhjá núverandi unnusta sínum Kris Humphries með NFL-stjörnunni Bret Lockett og að framhjáhaldið hafi staðið yfir í fimm mánuði. Talsmenn raunveruleikastjörnunnar segja sögusagnirnar fráleitar og segja að Kardashian hafi ekki einu sinni heyrt á manninn minnst áður. Annað segir Bret Lockett sjálfur, sem lætur hafa eftir sér í viðtali við blaðið að Kardashian hafi verið sú sem sótti í hann. „Ég vissi að þetta væri leikur hjá henni. Þetta er það sem hún gerir,“ sagði leikmaðurinn í viðtalinu. Á forsíðu In Touch er einnig tekið fram að Kardashian og Lockett hafi stundað símakynlíf og sent dónaleg smáskilaboð sín á milli. Kim Kardashian ætlar að lögsækja blaðið og meintan ástmanninn fyrir ummælin.

Ekki eru liðnar nema nokkrar vikur síðan tilkynnt var um trúlofun Kim Kardashian og Kris Humphries, en þau kynntust í nóvember í fyrra. Umrætt tölublað In Touch Weekly kemur út hinn 20. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.