Lífið

Fyrirsætur í yfirstærð á forsíðu ítalska Vogue

Endurspegla raunveruleikann 
Þær Tara Lynn, Candice Huffine og Robyn Lawley prýða umdeilda forsíðu ítalska Vogue, en það er í fyrsta sinn sem þéttvaxnar fyrirsætur prýða forsíðu þessa fræga tískurits.
Endurspegla raunveruleikann Þær Tara Lynn, Candice Huffine og Robyn Lawley prýða umdeilda forsíðu ítalska Vogue, en það er í fyrsta sinn sem þéttvaxnar fyrirsætur prýða forsíðu þessa fræga tískurits.
Miklar umræður hafa verið um forsíðu nýjasta tölublaðs ítalska Vogue, en hana prýða fyrirsætur í yfirstærð.

Forsíða júlítölublaðs ítalska Vogue hefur vakið mikla athygli, en hana prýða fyrirsæturnar Tara Lynn, Candice Huffine og Robyn Lawley. Þær eiga það sameiginlegt að vera þyngri en gengur og gerist í tískuheiminum; eru fyrirsætur í yfirvigt eins og það kallast. Fyrirsæturnar klæðast undirfötum frá Givenchy-tískuhúsinu og er yfirskrift forsíðunnar „Belle Vere“ eða fallegur sannleikur.

Skiptar skoðanir„Lesendur okkar hafa óskað eftir því að sjá venjulegar konur sem endurspegla raunveruleikann sem við búum í. Þeir vilja sjá heilbrigðar stelpur og ekki stelpur sem láta þyngdina stjórna lífi sínu,“ segir Franca Sozzani, ritstjóri blaðsins, en ítalska Vogue er þekkt fyrir að fara eigin leiðir og vera ögrandi í umfjöllun og myndbirtingu.

Skiptar skoðanir eru um forsíðuna en flestir taka henni fagnandi og vilja meina að hún sé mikilvægt skref í baráttunni við brenglaðar líkamsmyndir tískuheimsins. Aðrir segja hana ódýra markaðssetningu og að rangt sé af blaðinu að ná sér í athygli með þessum hætti.

Ögrandi og umdeilt blaðÞetta er ekki í fyrsta sinn sem ítalska Vogue vekur athygli á málefnum líðandi stundar í tölublöðum sínum. Fyrir þremur árum gaf tímaritið út The Black Issue, eða svarta tölublaðið, en þá var einungis notast við hörundsdökkar fyrirsætur og vakin athygli á kynþáttafordómum í tískuheiminum.

Árið 2006 tók blaðið mið af stríðinu gegn hryðjuverkum, 2007 voru það áfengismeðferðir fræga fólksins og árið 2010 fékk olíuslysið í Mexíkó athygli.

Núna verður ítalska Vogue að halda þessari þróun við, enda missir forsíðan tilgang sinn ef næsta tölublað skartar barnungri og tággrannri fyrirsætu eins og flest önnur tískurit.

alfrun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.