Lífið

Pacino í Lennon-mynd

Pacino fær gamalt bréf frá John Lennon í hendurnar í myndinni.
Pacino fær gamalt bréf frá John Lennon í hendurnar í myndinni.
Al Pacino er í viðræðum við handritshöfundinn og leikstjórann Dan Fogelman um að leika í kvikmynd hans Imagine. Myndin segir frá skallarokkara sem fær bréf frá John Lennon, fjörutíu árum eftir að það var skrifað, og ákveður að breyta lífi sínu með því hafa uppi á syni sínum. Upphaflega stóð til að Steve Carell léki í myndinni en hann forfallaðist sökum anna á öðrum vígstöðvum.

Fogelman er einn heitasti handritshöfundur Hollywood um þessar mundir. Hann skrifaði handritið að teiknimyndunum Cars og Tangled, sem báðar nutu mikilla vinsælda, og er einnig maðurinn á bak við handritið að gamanmyndinni My Mother‘s Curse, sem þau Seth Rogen og Barbra Streisand munu leika í á næstunni. Þá er hann með nokkur járn í eldinum, þar á meðal mynd með Tom Cruise.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.