Lífið

Giftast á Playboysetrinu

MYNDIR/Cover Media
Hugh Hefner, 84 ára, og unnusta hans, Crystal Harris, 24 ára, sem skoða má í myndasafninu, hafa staðfest að brúkaupið þeirra fari fram 18. júní næstkomandi á Playboysetrinu.

Athöfnin verður innileg í návist góðra vina. Þetta verður sérstök og einlæg stund, sagði Hugh en Crystal ætlar að klæðast Romona Keveza kjól þegar hún gengur að eiga gamla manninn sem bað hennar á jóladag.

Sagan segir að parið, sem stillti sér upp á rauða dreglinum þegar nýr Playboy staður opnaði í London um helgina, bjóði innan við 300 manns í brúðkaupið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.