Lífið

Alvöru íslensk tónlistarhátíð

Heldur Alvöru tónlistarhátíð Andri Ómarsson er aðalskipuleggjandi Bestu útihátíðarinnar sem fram fer 8.-10. júlí. Dagskráin á hátíðina er næstum fullkláruð, en sjö ný atriði bættust við í gær.Fréttablaðið/Pjetur
Heldur Alvöru tónlistarhátíð Andri Ómarsson er aðalskipuleggjandi Bestu útihátíðarinnar sem fram fer 8.-10. júlí. Dagskráin á hátíðina er næstum fullkláruð, en sjö ný atriði bættust við í gær.Fréttablaðið/Pjetur
Besta útihátíðin hefur blásið út og er að breytast í alvöru tónlistarhátíð að erlendri fyrirmynd. Hátíðin á að verða að árlegum viðburði.

„Miðasalan hefur gengið rosalega vel. Þetta verður klikkað,“ segir Andri Ómarsson, aðalskipuleggjandi Bestu útihátíðarinnar sem fer fram helgina 8.-10. júlí að Gaddstaðaflötum á Hellu.

Dagskráin er nú svo gott sem fullskipuð en Emmsjé Gauti, Of Monsters and Men, Hvanndalsbræður, The Vintage Caravan, Trausti Laufdal og The Dandelion Seeds hafa slegist í hóp þeirra fjölmörgu listamanna sem þegar hafa staðfest komu sína. Aðalnúmerin verða Quarashi, GusGus, XXX Rottweiler, SSSól og fleiri.

„Besta útihátíðin er gerð að erlendri fyrirmynd, en okkur finnst hafa vantað alvöru tónlistarhátíð á Íslandi,“ segir Andri. „Við erum með stórt svið og tvö tjöld, og svo hefst dagskráin um miðjan dag og stendur alveg fram á nótt,“ segir Andri, sem telur hátíðina komna til að vera. „Það hefur enginn gert neitt þessu líkt áður, en viðtökurnar eru búnar að vera mjög góðar og við stefnum að því að endurtaka leikinn að ári.“

Forsala á Bestu útihátíðina fer fram í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri og er miðinn á 7.900 krónur.kristjana@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.