Lífið

Hvað ertu að pæla og þú sem ert nýtrúlofuð?

MYNDIR/Cover Media og InTouch
Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 30 ára, er sögð hafa haldið framhjá unnusta sínum, körfuboltastjörnunni Kris Humphries, með NFL spilaranum Bret Lockett.

Kim og Kris trúlofuðu sig í lok maí eftir aðeins sex mánaða kynni en 20,5 karata demantstrúlofunarhringurinn sem Kris gaf henni kostaði litlar 228 milljónir íslenskar krónur. Trúlofunarhringinn má skoða í myndasafni.

Það svoleiðis sýður á Kim yfir forsíðufréttinni sem hún segir vera bull frá a-ö. Kim er staðráðin í að kæra InTouch tímaritið, sem stendur við fréttina. Hún ætlar líka að kæra Bret Lockett sem lét hafa eftirfarandi eftir sér:

Ég vissi að þetta var leikur í hennar huga. Hún þvingaði mig til að vera með sér!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.