Lífið

Koma á tveimur einkaþotum

Don Henley, Glenn Frey og aðrir Eagles-liðar koma til landsins á tveimur einkaþotum. Í föruneyti þeirra verða meðal annars eiginkonur og aðrir fjölskyldumeðlimir.
Don Henley, Glenn Frey og aðrir Eagles-liðar koma til landsins á tveimur einkaþotum. Í föruneyti þeirra verða meðal annars eiginkonur og aðrir fjölskyldumeðlimir.
Liðsmenn hljómsveitarinnar Eagles mæta til landsins á tveimur einkaþotum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir æfa á sviðinu í Nýju Laugardalshöllinni á morgun fyrir tónleikana á fimmtudag.

Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er ástæðan fyrir einkaþotunum tveim sú að fjölskyldumeðlimir hljómsveitameðlima ætla að koma til landsins og njóta íslenskrar náttúru. Starfsfólk hljómsveitarinnar hefur streymt til landsins síðan á föstudag til að setja upp svið og gera allt klárt en það hefur einnig notið lífsins, kíkt á næturlífið, farið á hestbak og skellt sér í Bláa lónið.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun ríkja gríðarlega ströng öryggisgæsla í kringum tónleikana eins og hefð er fyrir þegar slíkir risar koma saman. Ljósmyndurum verður til að mynda aðeins gefið færi á að mynda ákveðin lög í ákveðinn tíma en verður síðan vísað út. Slíkt er þó alkunna þegar stórstjörnur halda tónleika. Eins og þegar hefur komið fram munu Magnús og Jóhann hita upp fyrir Eagles en tónleikarnir verða á fimmtudag.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.