Lífið

Blake er sinn eigin stílisti

dáir tísku Blake Lively segir tísku vera sitt helsta áhugamál.
nordicphotos/getty
dáir tísku Blake Lively segir tísku vera sitt helsta áhugamál. nordicphotos/getty
Blake Lively er ein af fáum leikkonum sem njóta ekki aðstoðar stílista þegar hún sækir opinberar samkomur.

Lively segist hafa lært ýmislegt af móður sinni og í gegnum leik sinn í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl þegar kemur að því að velja klæðnað. „Móðir mín var fyrirsæta og hannaði föt, þannig að ég hef alltaf kunnað að meta hönnun. Þegar ég lék í Gossip Girl kynntist ég hönnun enn betur, bæði í gegnum þáttinn og svo fékk ég einnig aðgang að ýmsum tískusýningum. Ég varð minn eigin stílisti af því ég vissi ekki betur og þegar mér var loks sagt að fá mér einn hugsaði ég með mér: Þetta er mitt helsta áhugamál. Af hverju ætti ég að borga einhverjum fyrir að gera það fyrir mig? Það er hræðileg hugmynd.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.