Lífið

Reese framleiðir næstu mynd sjálf

Reese Witherspoon hyggst framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Who Invited Her?
Reese Witherspoon hyggst framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Who Invited Her?
Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon hyggst framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Who Invited Her? Kvikmyndaverin Sony, Paramount og Dreamworks börðust hatrammlega um myndina en að endingu hreppti síðastnefnda fyrirtækið hnossið.

Who Invited Her? fjallar um konu sem hyggst troða sér í steggjapartí góðs vinar síns. Witherspoon, sem er ein launahæsta leikkona Hollywood, leikur næst í gamanmyndinni This Means War, sem fjallar um tvo CIA-leyniþjónustumennn sem verða ástfangnir af sömu konunni. Meðal mótleikara hennar í þeirri mynd eru Chris Pine og Tom Hardy.

Witherspoon, sem síðast lék í Water for Elephants, gaf sér síðan smá tíma til að taka á móti Góðgerðarverðlaunum MTV sem hún fékk fyrir að skemmta kvikmyndaáhorfendum með frammistöðu sinni á hvíta tjaldinu undanfarin ár. Witherspoon bætist þar í hóp leikara á borð við Tom Cruise, Söndru Bullock og Jim Carrey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.