Lífið

Skjólstæðingur Jay-Z ákærður fyrir skotárás

Rapparinn K Koke, breskur skjólstæðingur Jay-Z, hefur verið ákærður fyrir morðtilraun.

K Koke er nú í gæsluvarðhaldi sakaður um aðild að skotárás á Harlesden-lestarstöðinni í mars. Hann er 25 ára gamall og er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Roc Nation, sem er stýrt af rapparanum Jay-Z.

K Koke er sá fimmti sem handtekinn er í tengslum við skotárásina, sem 27 ára gamall maður rétt lifði af. Hin handteknu auk hans eru unglingar á aldrinum 16 til 20 ára.

Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Lord Knows með umræddum K Koke.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.