Fleiri fréttir

Twilight sigurvegari á MTV-hátíð

Það er alltaf mikið um dýrðir þegar tónlistarstöðin MTV blæs til fagnaðar, en um helgina voru veitt kvikmyndaverðlaun MTV.

Bono bjargað af íshokký-leikmanni

Íshokký-leikmaðurinn Gilbert Brule átti sennilega eki von á því, þegar hann var að keyra með kærustunni sinni Kelsey Nichols í vesturhluta Vancouver, að hann ætti eftir að rekast á írska söngvarann Bono við vegakantinn.

Sverrir keppir hjá Sameinuðu þjóðunum

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á auglýsingum sem bæta samfélagið og hef gert nokkrar slíkar áður fyrir Stígamót og Auga," segir Sverrir Björnsson, hönnunarstjóri Hvíta Hússins, en hann er með framlag í auglýsingasamkeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Áttburamamman pósar léttklædd

Áttburamóðirin Nadya Suleman, 35 ára, pósar léttklædd í sjávarmáli eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fæðing áttburanna vakti heimsathygli í janúar árið 2009 þegar Nadya, þá sex barna móðir, varð skyndilega fjórtán barna móðir. Nadya, sem eignaðist áttburana með aðstoð sæðisgjafa, leitar allra leiða til að auka tekjurnar hvort sem um er að ræða raunveruleikasjónvarpsþátt þar sem börnin fara með aðalhlutverkin eða myndatökur þar sem hún situr fyrir fáklædd.

Ofurhugar mæta á Galtalæk

Tjaldsvæðið á Galtalæk er líklega þekktast fyrir fjölskylduhátíðina sem þar fer fram um verslunarmannahelgar. Innan tíðar verður breyting þar á því fyrsta jaðar-útihátíð landsins fer fram á Galtalæk dagana 24. til 26. júní.

Brynja Jónbjarnardóttir heillar tískuheiminn

Myndaþáttur með fyrirsætunni Brynju Jónbjarnardóttur í aðalhlutverki hefur vakið mikla athygli í netheimum og hlotið mikið lof. Brynja er búsett í London þar sem hún sinnir fyrirsætuhlutverkinu.

Liðið skemmti sér greinilega

Meðfylgjandi myndir voru teknar í teiti hjá auglýsingastofunni PIPAR/TBWA 1. júní þar sem ný deild í samfélagsmiðlum var kynnt. 1.017 manns sóttu um vinnu í umræddri deild og voru fjórir ráðnir. Auglýsingastofan átti 17 ára afmæli þennan dag og Valli, Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri stofunnar varð 43 ára þann dag líka. Margt var um manninn og stóð gleðskapurinn fram eftir nóttu.

Fox hætti út af kynþokkanum

Shia Labeouf, stjarnan úr Transformers-myndunum, hefur útskýrt af hverju Megan Fox hvarf á braut úr myndaflokknum. Henni hugnaðist víst ekki að leika hálfgerða kynlífsdúkku eins og leikstjórinn Michael Bay vildi láta hana líta út fyrir að vera á hvíta tjaldinu.

Frægir komast upp með brjóstakáf

Mila Kunis, 27 ára, og Justin Timberlake, 30 ára, létu vel að hvort öðru á MTV tónlistarhátíðinni, eins og sjá má á myndunum, sem fram fór í Kaliforníu í gærkvöldi. Þau sögðust komast upp með káfið því þau væru vinir en ekki kærustupar. Þau leika saman í kvikmyndinni Friends With Benefits (sjá í meðfylgjandi myndskeiði).

Hemmi Hreiðars söng Hjálpaðu mér upp á Næsta bar

Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson tók tapinu gegn Dönum létt og brá sér í hlutverk trúbadors á Næsta bar í gærkvöldi. Hápunktur sönglagasyrpu Hermanns var þegar hann söng lagið Hjálpaðu mér upp eftir Ný dönsk.

Þarf að berjast fyrir laununum

Sorgarsaga Cheryl Cole í bandaríska X-Factor tekur á sig nýja mynd á hverjum degi. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Cole rekin úr bandarísku raunveruleikaseríunni X-Factor. Hún á hins vegar inni laun upp á 226 milljónir íslenskra króna og hún hyggst ekki gefa tommu eftir til að fá þá summu greidda inn á launareikning sinn.

Daðrar í Cannes

Samband Scarlett Johansson og Sean Penn hefur liðið undir lok. Parið hafði verið að hittast frá því í febrúar.

Beckham til í tattú á typpið

Knattspyrnugoðið David Beckham íhugar að fá sér húðflúr á sitt allra heilagasta. Beckham mætti í viðtal til sjónvarpsfréttamannsins Craig Ferguson á dögunum og spurði fréttamaðurinn hann meðal annars út í húðflúrin, sem hafa löngum vakið mikla athygli.

Allen skiptir um nafn

Söngkonan Lily Allen hefur ákveðið að taka upp eftirnafn verðandi eiginmanns síns, Sam Cooper, þegar þau ganga í það heilaga hinn 11. júní. "Lily hefur nú þegar sagt umboðsskrifstofunni og yfirmönnum plötufyrirtækisins að héðan í frá hljóðriti hún undir nafninu Lily Cooper,“ sagði heimildarmaður söngkonunnar.

Röddin er hljóðfærið mitt

Rokkararnir í Steelheart spila á Nasa á miðvikudag. Söngvarinn Mili passar vel upp á háa rödd sína, sem er alveg jafn kraftmikil og fyrir tuttugu árum.

Quarashi aftur í ræturnar

Rappararnir í Quarashi ætla að sækja aftur í ræturnar á endurkomutónleikum sínum í sumar. Gísli Galdur og Opee stíga báðir á svið með hljómsveitinni. Í tilefni af endurkomu Quarashi á Bestu útihátíðinni í júlí hefur hljómsveitin ákveðið að sækja aftur í ræturnar hvað útsetningar á tónlistinni varðar.

Spila tónlist við kvikmyndaverk

Daníel Bjarnason og Ben Frost flytja tónverkið We don’t need other worlds, we need mirrors – Music for Solaris, á tónleikum í Hörpunni í kvöld.

Ísland í gegnum hliðargluggann

Ljósmyndasýning Svavars Jónatanssonar verður opnuð Skaftafelli í dag. Myndirnar eru unnar úr myndbandsverki sem hann lauk við í fyrra.

Haffi Haff: Sjómennskan heillar enn

Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, hefur sýnt að honum er fleira til lista lagt en tónsmíðar og tískuráðleggingar, eins og sannaðist rækilega með sigrinum í þrautaþættinum Wipeout. Þótt ungur sé að árum, einungis 26 ára, hefur Haffi marga fjöruna sopið og hélt snemma til sjós ásamt föður sínum við strendur Alaska.

Fjölskyldan útskrifast saman

„Við vorum eitthvað að hlæja að því fyrr í vetur að kannski mundum við útskrifast öll á sama tíma en vorum ekki viss um að það mundi takast,“ segir Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og master í mannauðsstjórnun, sem útskrifast laugardaginn 11. júní frá Háskóla Íslands. Dagurinn verður viðburðaríkur í fjölskyldunni þar sem móðir hennar og bróðir eru einnig að útskrifast úr sama skóla.

Eignaðist stúlku

Poppsöngkonan Pink eignaðist sitt fyrsta barn í fyrrinótt og greindi sjálf frá því á samskiptavefsíðunni Twitter skömmu síðar. "Við erum í skýjunum yfir fæðingu litlu fallegu stúlkunnar okkar, Willow Sage Hart. Hún er gullfalleg eins og pabbi hennar.“

Magabolir aftur í tísku

Ef marka má helstu hönnuði og tískuspekinga eru stuttir bolir og fatnaður sem sýnir beran maga ein af tískubólum sumarsins. Tíska tíunda áratugarins hefur verið að koma aftur í litlum skömmtum undanfarið og magabolirnir eru hluti af þeirri þróun. Hönnuðirnir vinsælu Alexander Wang og Vivienne Westwood eru meðal þeirra hönnuða sem eru með stutta boli og skyrtur í fatalínum sínum.

Stefnir í spurningastríð

Logi Bergmann Eiðsson undirbýr nú af kappi nýjan spurningaþátt sem fer í loftið á Stöð 2 í haust. Þátturinn verður með svipuðu sniði og Bomban sem var á dagskrá í fyrra. Logi gerir ráð fyrir að þættirnir hefji göngu sína strax í haust.

Hefur slegið í gegn sem Kjellinn í Steindanum

"Félagi minn spurði hvort ég var til í þetta og ég sló bara til. Það var búið að vara mig við að þetta yrði smá vinsælt og ég ákvað bara að taka því,“ segir grínistinn Atli Helgason, eða "Kjellinn“ í gamanþáttunum Steindinn okkar.

Gerir nýtt hjólabrettamyndband vikulega

Plötusnúðurinn Addi Intro, eða Introbeats, hefur verið áberandi í íslenskri hip hop tónlist í fjöldamörg ár, meðal annars með hljómsveitinni Forgotten Lores. Addi hefur einnig stundað hjólabretti í fjöldamörg ár og er öllum hnútum kunnugur í íslenskri hjólabrettamenningu. Í vetur byrjaði hann að gera vikuleg myndbönd sem hann kallar First Try Fail Mondays. Þar tekur hann hús á fremstu hjólabrettamönnum landsins og setur þeim fyrir verkefni sem þeir verða að leysa.

Barði telur í tvenna tónleika um helgina

Barði Jóhannsson telur í tvenna tónleika með Bang Gang um helgina. Í kvöld kemur sveitin fram á Græna hattinum á Akureyri og á morgun á Nasa við Austurvöll.

Karlar sem hata konur stiklan komin á netið

Stikla úr kvikmyndinni Karlar sem hata konur, sem byggð er á samnefndri bók eftir Stieg Larsson, er komin á netið. Myndinni er leikstýrt af David Fincher en með hlutverk Mikaels Blomkvist og Lisbeth Salander fara þau Daniel Craig og Rooney Mara. Fincher hefur augljóslega viljað koma "norrænni" stemningu til skila í stiklunni því hann notar frægan slagara Led Zeppelin, Immigrant Song, í útgáfu Trents Reznor úr Nine Inch Nails.

Þráir ekki frægðina

Zöe Kravitz, leikkona og dóttir söngvarans Lenny Kravitz, fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni X-Men: First Class. Stúlkan er þó ekki á höttunum eftir frægð og frama ef marka má orð hennar.

Vestfirskt flæði og grúv

Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast.

Finnst gaman að vera kvæntur

Kevin Bacon hefur verið með leikkonunni Kyru Sedgwick í rúma tvo áratugi og segist afskaplega hamingjusamlega kvæntur.

Þetta er þá bara blekking eftir allt saman

Sænska fyrirsætan Caroline Louise Forsling, 35 ára, hefur lagt fram kæru gegn snyrtivöruframleiðandanum Estée Lauder þar sem andlit hennar er notað í auglýsingu fyrir hrukkukrem en auglýsinguna má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Caroline fer fram á 2 milljónir Bandaríkjadala fyrir að myndin af henni var notuð í leyfisleysi og að nú sé búið að rústa ferli hennar en í auglýsingunni er því haldið fram að varan hafi verið prófuð á konum á aldrinum 45 - 60 ára. Myndin af henni var tekin sem prufutaka en þar sem hún var ómáluð í andliti en umrætt Estée Lauder krem var aldrei sett á andlit fyrirsætunnar.

Vandræði í paradís

Scarlett Johansson, 26 ára, og Sean Penn, 50 ára eru ekki lengur kærustupar. Scarlett, skildi við leikarann Ryan Reynolds í desember á síðasta ári en það var síðan í febrúar 2011 sem hún og Sean sáust fyrst saman á veitingahúsi í Los Angeles. Þá sáust Sean og Scarlett síðast láta vel að hvort öðru í Cabo San Lucas í Mexíkó en annars hafa þau reynt að halda sambandinu fyrir utan fjölmiðla.

Pink eignaðist stelpu

Söngkonan Pink, 31 árs, og Carey Hart, 35 ára, eignuðust stúlku í gær sem þau hafa nú þegar nefnt Willow Sage Hart. Pink skrifaði á Twitter síðuna sína að stúlkan væri heilbrigð og falleg eins og pabbi hennar, Carey. Hér má sjá myndir sem teknar voru af Pink fyrr í vikunni.

Ertu ekki pottþétt hætt hjá þessum lýtalækni?

"Já ég hef farið í brjóstaaðgerð. Þá hafið þið það. Ég vil bara koma hreint fram og koma í veg fyrir allan misskilning um líkama minn. Ég hef farið í lýtaaðgerðir eins og önnur hver kona í Hollywood hefur gert," sagði Tori.

Heyrðu góði minn... þetta er ekki Demi er það?

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ashton Kutcher og ónefndri ljósku yfirgefa Roosevelt hótelið í Los Angeles 1. júní síðastliðinn. Eins og sjá má er ljóskan langt frá því að vera eiginkona leikarans, Demi Moore, nema lýtalæknirinn hennar hafi gjörsamlega farið fram úr sér á skurðarborðinu en Demi hefur náð að halda í æskuljómann með aðstoð lækna eins og heimurinn hefur orðið vitni af.

Ástfangnir leikarar

Enn og aftur hefur sést til leikaranna Leonardo DiCaprio og Blake Lively eyða kvöldstund saman. Parið sást leiðast um götur Monte Carlo í byrjun vikunnar og þykir það vera staðfesting á sambandi þeirra.

Lesendur Q ósáttir við mokkasínur Árna

Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines, og félagar hans í sveitinni fá á baukinn í nýju hefti tónlistarblaðsins Q. Ekki er það þó tónlist hinnar vinsælu hljómsveitar sem er gagnrýnd heldur fatasmekkur liðsmanna hennar. Lesandinn Max Haining sendir Q bréf þar sem hann gagnrýnir útlitið á bandinu og falla skrif hans svo vel í kramið hjá ritstjórn blaðsins að þau eru valin Bréf mánaðarins.

Gellurnar mættu á sumarhátíð Bleikt.is

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is í gær á sumarhátíð vefsins Bleikt.is sem fram fór á Grand hótel og í miðbæ Reykjavíkur þegar leið á kvöldið.

Talar ekki við Britney

Justin Timberlake talaði meðal annars um æskuástina sína, söngkonuna Britney Spears, í nýju viðtali við Vanity Fair. Hann segir samband þeirra ekki geta talist eðlilegt, enda voru þau ung og forrík.

Stökkbreyttur forleikur og stórbeinótt Kung Fu Panda

Stan Lee og Jack Kirby er mennirnir á bak við stökkbreyttu ofurhetjurnar í X-Men. Ásamt Steven Ditko og Bob Kane eru þeir sennilega stóra ástæðan fyrir því að myndasöguhetjur eru fastagestir í kvikmyndahúsum.

Styttist í Hobbitann

Tilkynnt hafa verið nöfn og útgáfudagar tveggja kvikmynda byggðra á bók JRR Tolkien, Hobbitanum.

Sjá næstu 50 fréttir