Lífið

Emmu Watson var ekki strítt

Sættir sig við frægðina Emma Watson segir að hún þurfi að horfast í augu við það að hún sé fræg og verði að haga sér í samræmi við það.
Nordicphotos/Getty
Sættir sig við frægðina Emma Watson segir að hún þurfi að horfast í augu við það að hún sé fræg og verði að haga sér í samræmi við það. Nordicphotos/Getty
Harry Potter leikkonan Emma Watson tjáir sig um brotthvarf sitt úr Brown-háskólanum í viðtali við tímaritið Style, fylgirit Sunday Times. Hin 21 árs gamla leikkona hætti í skólanum í apríl síðastliðnum. Þá greindu fjölmiðlar frá því að henni hefði verið strítt á frægð sinni og þess vegna hefði hún hrakist úr skólanum. Watson segir það ekki rétt.

„Mér fannst mjög leiðinlegt þegar sagt var að ég hefði hætt í Brown vegna þess að mér hefði verið strítt. Það er ekki rétt, þetta var eiginlega þveröfugt,“ segir Watson, sem segir enn fremur að hún hafi aldrei verið beðin um eiginhandaráritanir eða að sitja fyrir á myndum í skólanum.

Watson segir að ástæða þess að hún hætti í háskóla hafi verið sú að hún hafi verið í afneitun um frægð sína. „Ég var að reyna að vera venjuleg en ætli ég verði ekki að sætta mig við hver ég er, stöðuna sem ég er í og hvað hefur gerst.“

Síðasta Harry Potter myndin, Dauðadjásnin 2, verður frumsýnd á næstu vikum en Watson er með fleiri járn í eldinum. Hún leikur á móti Michelle Williams í mynd um Marilyn Monroe og er um þessar mundir að leika í annarri mynd með Paul Rudd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.