Lífið

Stjörnurnar fagna með Emmsjé Gauta

Fyrsta plata Emmsjé Gauta er komin út og hann fagnar henni í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.fréttablaðið/anton
Fyrsta plata Emmsjé Gauta er komin út og hann fagnar henni í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.fréttablaðið/anton
Rapparinn Emmsjé Gauti fagnar útgáfu plötunnar Bara ég með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þúsund krónur kostar inn á tónleikana og húsið verður opnað klukkan 21.30.

Bara ég er fyrsta plata Emmsjé Gauta, sem hefur getið sér gott orð undanfarið fyrir kjarnyrtan kveðskap. Hann sendi nýlega frá sér lagið Dusta rykið ásamt því að koma fram í lögum á borð við Elskum þessar mellur með Erpi Eyvindarsyni og Tvær í takinu með Gnúsa Yones.

Fjölmargir listamenn koma fram á tónleikunum ásamt Emmsjé Gauta og á meðal þeirra eru Blaz Roca, Friðrik Dór, Berndsen, Rósa í Sometime, Ljósvaki, Gnúsi Yones, Dabbi T og Intr0Beats. Þá hita rappararnir Diddi Fel og Class B upp ásamt Intr0Beats.

Bara ég inniheldur þrettán lög sem Emmsjé Gauti samdi ásamt mörgum þungaviktarmönnum úr íslensku tónlistarlífi. Síðustu misseri hefur hann verið duglegur við að koma fram á tónleikum og hitaði meðal annars upp fyrir Busta Rhymes og Promoe úr sænsku rapphljómsveitinni Loop Troop. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.