Fleiri fréttir

Latexgallinn er þægilegur - myndir

„Latexsamfestingarnir eru fínir og þeir vekja mikla athygli. Við fengum þá fyrir Tommy Lee partýið. Þeir voru saumaðir á okkur hjá Textilline og Begga og Ásgeir hjá Súpernóva gerðu hanakambana en þetta er í fyrsta skipti sem við erum með hanakamba og við erum að fíla það alveg í klessu."

Britney reyndi að fremja sjálfsmorð

Þegar vandræði Britney Spears stóðu sem hæst reyndi hún að fremja sjálfsmorð. Og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Þessu heldur blaðamaðurinn Ian Halperin fram, en hann tók regluleg viðtöl við söngkonuna frá því í nóvember árið 2006 þangað til í maí síðastliðnum.

Hasselhoff vill kaupa kastala

David Hasselhoff ræðst sjaldan á garðinn þar sem hann er lægstur. Baywatch-stjarnan og söngvarinn er orðinn þreyttur á að hýrast í hefðbundnum kytrum. Hann hugleiðir því að fjárfesta í einhverju öðru og stærra, þar sem hann getur haldið stórar veislur og tónleika.

Amy gæti dáið ef hún hættir ekki í dópinu

Læknar hafa varað Amy Winehouse við því, að haldi hún áfram að neyta eiturlyfja geti það orðið banabiti hennar. Amy var í gærkvöldi enn undir læknishendi eftir að hún hné niður á mánudag. Læknar segja að næsta yfirlið gæti orðið hennar síðasta.

Little Britain stjarna skilin

Little Britain stjarnan Matt Lucas er skilinn við eiginmann sinn, Kevin McGee. Parið var gefið saman við hátíðlega athöfn í London í desember 2006 eftir þriggja ára samband. Spéfuglinn Lucas var íklæddur Alladín búningi, og McGee, sem er framleiðandi, var í gerfi draumaprinsins. Gestirnir voru allir grímuklæddir líka, og voru Elton John og Courtney Love þeirra á meðal.

Hefner-kærustur í hár saman

Hinn aldraði Hugh Hefner hefur ekki mikla stjórn á stúlknastóðinu sínu. Heilmikil illindi munu vera á milli kærasta hans, og brutust út slagsmál á milli tveggja þeirra á dögunum.

Golfmót til styrktar hjartveikum börnum

Þann 25. júní næstkomandi gefst kylfingum einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða í þágu hjartveikra barna. Þá verður spilað golf til góðs á fimm golfvöllum á Reykjavíkursvæðinu. Allt söfnunarfé rennur óskipt til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Amy Winehouse á sjúkrahús

Söngkonan Amy Winehouse var í dag flutt með flýti á sjúkrahús eftir að hún féll í yfirlið á heimili sínu í Lundúnum.

Gamaldags útgáfutónleikar í Iðnó - myndir

Húsfyllir var í Iðnó á útgáfutónleikum Sigurðar og Memfismafíunnar í gærdag þar sem flutt voru öll lögin af nýju plötunni Oft spurði ég mömmu en á meðan gafst gestum tækifæri til að næra bæði sál og líkama.

Gillzenegger sár yfir að fá ekki að vera með

Ég er eiginlega brjálaður,” segir Egill “Gillz” Einarsson, meðlimur Merzedes Club. Hann segist sár yfir því að hafa ekki verið boðið að hita upp fyrir plötusnúðinn David Guetta í Laugardalshöll í kvöld. Gus Gus hrepptu hnossið, og var ekki svo mikið sem hringt í vöðvabúntin.

Elizabeth Hurley reið og sár - myndir

Hurley er reið og sár þessa dagana enda er ekki farið fögrum orðum um hana í erlendu pressunni. Nýverið var hætt við fyrirtöku á máli stúlku sem vann fyrir Hurley og ríka eiginmann hennar. Stúlkan, sem heitir Violet, hélt því fram að hjónin hafi aðeins greitt sér tæpar 200 krónur á tímann og leitaði því réttar síns.

Telma komin á gamlar slóðir

Ég er komin á gamlar slóðir á fréttastofu Stöðvar 2, segir Telma L. Tómasson fréttamaður aðspurð hvernig tilfinningin er að hefja á ný störf á fréttastofu Stöðvar 2.

Jennifer læsti Violet litlu inni í bíl

Jennifer Garner varð fyrir því óláni á dögunum að læsa Violet, tveggja ára dóttur sína inni í Lexus jeppanum sínum. Jennifer á Violet með leikaranum Ben Affleck og þær mæðgur voru í verslunarferð í Kalíforníu þegar atvikið átti sér stað. Garer fór út úr bílnum sem læstist og þá áttaði hún sig á því að Violet litla var með lykilinn.

Rooney raulaði með Westlife

Knattspyrnukappinn Wayne Rooney er sagður eiga séns í poppbransanum ef fótboltinn gengur ekki upp. Í brúðkaupi Rooney og Colleen á Ítalíu á fimmtudaginn var hápunktur veislunnar þegar drengurinn stökk upp á svið og renndi í gegnum eitt lag með strákabandinu Westlife.

Amy söng fyrir Roman í Moskvu

Breska söngspíran Amy Winehouse, sem hefur verið í fréttum undanfarið fyrir flest annað en tónlistarflutning hélt tónleika í Moskvu á fimmtudaginn. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þá sök að það var rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sem stóð fyrir tónleikunum.

Prinsessa ávítt fyrir að striplast

Eugenie prinsessa, dóttir Andrésar Bretaprins, hefur verið ávítt af skólanum sínum fyrir að striplast á skólalóðinni. Eugenie er dóttir Anrésar og Söru Ferguson, eða Fergie, og lítur út fyrir að hún hafi erft ærlslalætin frá móður sinni sem eitt sinn var tíður gestur á slúðurslíðum.

Neita að fjalla um sleipiefni og smokka í sjónvarpinu

Það var auglýsingasölukona sem barðist fyrir því að við værum með smokka og sleipiefni í þættinum en ég tók það ekki í mál, svarar Ásdís Olsen sem hefur umsjá með kvennaþættinum Mér finnst sem sýndur er á sjónvarpsstöð Ingva Hrafns ÍNN þegar Vísir spyr hvort hún og meðstjórnandi hennar Kolfinna Baldvinsdóttir ætli að stíga skrefið enn lengra í umfjöllun um kynlíf í fjölmiðlum.

Russert látinn

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Tim Russert er látinn. Russert hefur verið einn virtasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna um árabil en hann er þekktastur fyrir að stýra þáttunum Meet the Press.

Brjóstin tengdust skilnaðinum ekkert

George Clooney heldur því víst fram að hann hafi hætt með kærustunni, hinni íturvöxnu Söruh Larson, því hún hafi verið svo málglöð. Þetta getur hún ekki tekið undir, og segir að skilnaðurinn hafi verið vegna þess hve mikla þörf hún hefur fyrir frelsi.

Ashlee Simpson á von á tvíburum

Það er greinlega eitthvað í vatninu í Hollywood. Ashlee Simpson er víst nýjasta stjarnan sem á von á tvíburum. Eiginmaður hennar, Pete Wentz, missti þetta út úr sér í viðtali á dögunum, þegar hann talaði um ófætt afkvæmi þeirra í fleirtölu. „Við höldum einskonar dagbók sem þau fá þegar þau fæðast,“ sagði leikarinn, og varð umsvifalaust afar vandræðalegur þegar hann áttaði sig á mistökunum.

Benni Hemm Hemm fagnar útgáfu

Fyrsta stórplata sumarsins lítur við í verslunum í dag, föstudaginn þrettánda, þegar Benni Hemm Hemm landar Murta St. Calunga upp á Frónið.

Uppruni föstudagsins-þrettánda-hjátrúar

Paraskevidekatriaphobia nefnist sá ótti sem tengist tölunni 13. Sú hjátrú sem tengd er föstudeginum 13. er ein sú útbreiddasta í heiminum. Sævar Helgi Bragason rekur sögu og hugsanlegar skýringar þessarar hjátrúar í pistli á Vísindavef Háskóla Íslands.

Enginn iPhone fyrir Íslendinga - skýringin fundin

Tækninerðir landsins hafa líklega margir grátið sig í svefn þegar fréttist að ofurgræjan iPhone 3G muni ekki fást á Íslandi í bráð. Miklar vangaveltur spunnust um málið, og voru ímyndaðar ástæður iPone leysisins allt frá litlu markaðssvæði til hámarksverðs á græjunni sem rímaði illa við íslensk tollalög. Skýringin gæti mögulega verið einfaldari. Landafræðiþekking eða -skortur, þeirra Apple manna.

Með djarft dansatriði á Grímunni

„Við Jói ætlum að halda utan um þetta og erum með nokkur atriði sjálfir líka. Við erum búnir að skrifa handrit og reyna að læra það utan að. Við höfum verið á stífum dansæfingum og svona. Þetta er búið að taka vel á."

Sjá næstu 50 fréttir