Lífið

Hasselhoff vill kaupa kastala

David Hasselhoff ræðst sjaldan á garðinn þar sem hann er lægstur. Baywatch-stjarnan og söngvarinn er orðinn þreyttur á að hýrast í hefðbundnum kytrum. Hann hugleiðir því að fjárfesta í einhverju öðru og stærra, þar sem hann getur haldið stórar veislur og tónleika.

„Ég er að spá í að kaupa kastala" sagði Hasselhoff í viðtali á dögunum. „Ég ætla að kalla hann Hassel kastala."

Ein sýning sem fær þó líklega ekki inni í Hassel kastalanum verður Baywatch söngleikurinn, sem hjartaknúsarann hefur lengi dreymt um að setja á svið. Dreamworks, sem eiga réttinn af þáttunum, vilja ekki heyra á söngleikinn minnst, og hyggjast þess í stað láta strandverðina spranga um í rauðu sundfötunum sínum í bíómynd. Þetta finnst stjörnunni arfaslök hugmynd.

„Ég reyndi að kaupa réttinn vegna þess að ég vildi setja upp söngleik um Strandverðina," sagði Hasselhof. „Það hefði verið æðislegt, en þeir hugsa bara um krónur og aura. Þetta eru fávitar. Allt fávitar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.