Lífið

Little Britain stjarna skilin

Parið á brúðkaupsdaginn.
Parið á brúðkaupsdaginn.
Little Britain stjarnan Matt Lucas er skilinn við eiginmann sinn, Kevin McGee. Parið var gefið saman við hátíðlega athöfn í London í desember 2006 eftir þriggja ára samband. Spéfuglinn Lucas var íklæddur Alladín búningi, og McGee, sem er framleiðandi, var í gerfi draumaprinsins. Gestirnir voru allir grímuklæddir líka, og voru Elton John og Courtney Love þeirra á meðal.

Í yfirlýsingu frá talsmönnum parsins segir að það sé þeim afar þungbært að tilkynna að sambandi þeirra sé lokið. Þeir skilji þó í góðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.