Lífið

Amy söng fyrir Roman í Moskvu

Amy vakti lukku í Moskvu.
Amy vakti lukku í Moskvu.

Breska söngspíran Amy Winehouse, sem hefur verið í fréttum undanfarið fyrir flest annað en tónlistarflutning hélt tónleika í Moskvu á fimmtudaginn. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þá sök að það var rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sem stóð fyrir tónleikunum.

Kærasta hans var að opna listmunagallerí í Moskvu og þá þótti tilvalið að fá Amy á staðinn til að raula nokkur lög. Slúðurblaðið Hello fullyrðir að Roman hafi þurft að punga út litlum 155 milljónum íslenskra króna til að fá Amy til Moskvu. Því til viðbótar flaug hún ásamt föruneyti til borgarinnar í einkaþotu Roman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.