Lífið

Jennifer læsti Violet litlu inni í bíl

Ben Affleck og Jennifer Garner.
Ben Affleck og Jennifer Garner.

Jennifer Garner varð fyrir því óláni á dögunum að læsa Violet, tveggja ára dóttur sína inni í Lexus jeppanum sínum. Jennifer á Violet með leikaranum Ben Affleck og þær mæðgur voru í verslunarferð í Kalíforníu þegar atvikið átti sér stað. Garer fór út úr bílnum sem læstist og þá áttaði hún sig á því að Violet litla var með lykilinn.

En Garner varð ekki skotaskuld úr því að redda málinu enda með langa reynslu af því að takast á við erfið verkefni í þáttunum Alias. Hún greip til þess ráðs að útskýra málið fyrir Violet og bað hana um að ýta á takkann á lyklinum sem opnar dyrnar. Það var lítið mál fyrir Violet, móðurinni til mikillar gleði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.