Lífið

Elma Lísa: Dýrmætast að kynnast Þorsteini frá Hamri

Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn frá Hamri.
Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn frá Hamri.
"Þetta er búningur frá Árbæjarsafni. Það er mikil hefð í kringum hann. Ég var klædd í Alþingishúsinu en það er ein kona sem sér alfarið um búninginn og skartið á hann og þá aðallega skrautið á hausnum svo það tolli," segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem fór með hlutverk fjallkonunnar í ár þegar Vísir spyr hana hvernig hún upplifði 17. júní.

"Mér leið bara alveg ótrúlega vel. Ég vaknaði í hamingjukasti þegar ég sá hvað það var gott veður. Ég var búin að kvíða fyrir því ef það myndi rigna en þetta var fullkominn dagur. Það sem var toppurinn á deginum var að hitta Þorstein frá Hamri sem orti ljóðið sem ég flutti."

"Dýrmætast í þessu ferli var að hafa kynnst Þorsteini. Við hittumst í kaffi og spjölluðum, svo fóru ég, hann og Reynir (sambýlismaður Elmu Lísu) á Jómfrúnna."

"Þá fórum við í kaffiboð heim til Þorsteins. Það var ótrúlega gaman. Eftir að ég var búin að fara með ljóðið fór ég í Dómkirkjuna og svo í Alþingisgarðinn þar sem voru teknar fullt af myndum," segir Elma Lísa að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.