Lífið

Dr. Spock með þjóðhátíðartónleika

Óttarr Proppé og félagar í Dr. Spock.
Óttarr Proppé og félagar í Dr. Spock.

Stórsveitin Dr. Spock mun blása til tónleika á lýðveldisdag Íslendinga, á morgun 17. júní, á Organ. Hljómsveitin Our Lives munu hita kofann upp en sveitin hefur verið að gera það gott á erlendri grundu sem og hér heima með laginu Núna.

Drengirnir í Dr. Spock hafa undanfarið verið að vinna að plötu sem er að verða tilbúin og því munu drengirnir dusta rykið af tónleikagöllunum og rokka feitt á þessum hátíðadegi. Sveitin hefur fyrir gefið út eina breiðskífu, Dr. Phil, og eina stuttskífu, The Incredible Tooth of Dr. Zoega. Ný plata mun líta dagsins ljós í sumar 2008.

Tónleikarnir með Dr. Spock og Our Lives hefjast klukkan 20 og það kostar einungis þúsund krónur inn og eins og áður segir fara þeir fram á tónleikastaðnum Organ við Hafnarstræti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.