Lífið

Nördalegasta hátíð landsins í jákvæðum skilningi

Stefán Jón Bernharðsson, fyrir miðju, ásamt öðrum hornleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Stefán Jón Bernharðsson, fyrir miðju, ásamt öðrum hornleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

„Í jákvæðum skilningi er þetta nördalegasta hátíð ársins. Við erum stolt af okkar „fagidiotisma" en hátíðin á samt sem áður að höfða til allra tónlistaráhugamanna," segir Stefán Jón Bernharðsson, hornleikari og einn af aðstandendum norrænnar hornleikarahátíðar sem hefst í kvöld með stórtónleikum í Salnum, Kópavogi.

Hátíðin stendur yfir til 21. júní en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hérlendis. Slíkar hátíðir hafa hins vegar verið haldnar með reglulegu millibili í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en það er Hornleikarafélag Íslands sem stendur að hátíðinni í þetta sinn. Þátttakendur og gestalistamenn koma hingað bæði frá Norðurlöndunum og öðrum heimshlutum og segir Stefán að mikill fengur sé í þessum góðu gestum.

Dagskráin er nokkuð fjölbreytt og telur Stefán að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Tónlistin á hátíðinni er kannski ekki popp eins og það er skilgreint í dag en þetta er vissulega popptónlist síns tíma og mikil gæðatónlist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.